Spari-eðla Eirnýjar

Spari-eðlan er mun dannaðri en hin hefðbundna eðla og hentar …
Spari-eðlan er mun dannaðri en hin hefðbundna eðla og hentar vel með góðu léttvínsglasi. Eggert Jóhannesson

Eirný Sigurðardóttir, ostaspekúlant í Búrinu veit allt um það sem mætti kalla ost. Hún deilir hér dýrlegum ostaréttum sem tilvalið er að skella í um helgina. Um er að ræða sérlega spari-eðlu en fyrir skemmstu deildu við með ykkru eðlupítsu sem gerði allt vitlaust.

Spari-„eðla“ með apríkósum og hindberjum

1 stk. Gullostur (eða annar vel þroskaður hvítmygluostur)
150 g rjómaostur
3 msk. apríkósukryddsulta Búrsins og pikklaðar apríkósur Búrsins
Fersk hindber
1 msk. fersk timjanlauf

Smyrja rjómaost í botninn á eldföstu móti.
Setja yfir skvettur af aprikósukryddsultu, nokkur hindber og ½ teskeið af timjan.
Brjóta sundur Gullost og dreifa jafnt yfir rjómaostinn.
Setja svo hindber, ½ tsk. timjan og nokkrar pikklaðar apríkósur yfir.
Setja inni 180°C ofn í 12-15 mínútur eða þar til Gullosturinn er vel bráðinn og byrjað að búbbla aðeins í köntunum á mótinu. Þá er þetta tilbúið.

Best er að borða spari-eðluna með góðu súrdeigsbrauði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert