Mojito-rjómaís í heimagerðri klakaskál

Límónusafinn gefur ísnum ferskt bragð og rommið kemur í veg …
Límónusafinn gefur ísnum ferskt bragð og rommið kemur í veg fyrir að hann verði væminn á bragðið. Ljósmyndir: Íris Ann Sigurðardóttir

Einfaldur og bragðgóður ís sem keyrir stemmninguna upp. Það má vel setja nokkra dropa af grænum matarlit út í ísinn sé fólk í mjög flippuðu stuði. Takið eftir smart klakaskálinni en hún er gerð af Héðni Svarfdal Björnssyni. Í þetta sinn setti hann mandarínubáta í skálina en hann setur gjarnan fersk ber, myntu eða sumarblóm. Skálin hentar vel undir ís eða fyrir ísmola í drykki.

Nota þarf stálskálar og setja vatn og skraut svo sem ávexti eða blóm á milli þeirra. Þungur hlutur er svo settur ofan í minni skálina og þær teipaðar saman og settar í frysti yfir nótt.

Ljósmyndir: Íris Ann Sigurðardóttir

4 eggjarauður
6 msk. sykur
500 ml rjómi, þeyttur
2 msk. límónusafi
4-6 msk. romm
½ tsk. piparmyntuessens eða dropar.
Fersk mynta og kóksflögur til skreytingar. Jafnvel mangó skorið í hjörtu með litlu piparkökuformi.

Þeytið sykurinn og eggjarauðurnar uns ljóst og létt.

Hrærið þá þeyttum rjóma varlega saman við.

Límónusafinn, piparmyntubragðefnið og rommið koma næst.

Essensinn getur verið mjög sterkur svo farið varlega og smakkið ykkur til. Ég klúðraði þessu einu sinni og ísinn var eins og munnskol á bragðið!

Frystið yfir nótt og berið fram með ristuðum kókosflögum og ferskri myntu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert