Eldhússkipulag aldarinnar

Draumaskipulagið í eldhúsinu.
Draumaskipulagið í eldhúsinu. mbl.is/skjáskot

Við leituðum lengi að viðeigandi fyrirsögn á þessa frétt en engin orð ná eiginlega yfir þessa snilld  svo hugfangin erum við af þessum sniðugu lausnum.

Hver kannast ekki við að hafa ekki heppilegan stað fyrir brauð, kartöflur og lauk, svo að dæmi séu tekin. Þetta klassíska sem fer ekki í ísskápinn og kannski ekki endilega inn í búr heldur. Svo eru auðvitað ansi margir sem eru ekki með búr þannig að þá er úr vöndu að ráða.

Hvað þá hundamatinn, óhreina þvottinn eða bökunarformin. Möguleikarnir eru endalausir en lykilatriðið hér er að hafa nánast allt innbyggt. Og því ekkert dót í lausagangi í eldhúsinu – eða sem minnst. Reynar er við hæfi að geyma óhreina þvottinn í þvottahúsinu en þetta er náskylt og því leyfðum við því að fylgja með – rétt eins og innbyggðu baðtröppunni en flestir foreldrar eru sammála því að baðtröppur eru ekki beint fyrir augað.

Til að græja svona fínerí má athuga með Hegas á Smiðjuveginum sem selur alls konar sniðugt í innréttingar. Síðan er hægt að ráða sinn eigin smið til að útfæra hugmyndina eða gera það hreinlega sjálfur.

Hvað svo sem þið gerið hljóta allir að vera sammála um að þetta er í senn einstaklega sniðugt, vel leyst og handhægt.

Þetta er bráðsnjöll lausn fyrir allar plastdósirnar. Lokin höfð í …
Þetta er bráðsnjöll lausn fyrir allar plastdósirnar. Lokin höfð í efri hillunni og allt aðgengilegt og vel skipulagt. Ljósmynd af Pinterest
Innbyggar körfur fyrir óhreina þvottinn.
Innbyggar körfur fyrir óhreina þvottinn. Ljósmynd af Pinterest
Hér má hæglega koma öllum bökunarformum fyrir með skipulögðum hætti.
Hér má hæglega koma öllum bökunarformum fyrir með skipulögðum hætti. Ljósmynd af Pinterest
Eðalhundar borða ekki beint af gólfinu – það gefur augaleið. …
Eðalhundar borða ekki beint af gólfinu – það gefur augaleið. Allir hvuttar ættu að búa við svona lúxus og kosturinn við þetta er að fæturnir rekast ekki endalaust í dallana. Ljósmynd af Pinterest
Sniðug lausn. Ruslið er fyrir neðan brettið þannig að afskurðurinn …
Sniðug lausn. Ruslið er fyrir neðan brettið þannig að afskurðurinn lendir beint ofan í því. Ljósmynd af Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert