8 Michelin-stjörnur og engisprettugúmmelaði á Food and Fun

Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren sérhæfir sig í hollmeti og einstaklega …
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren sérhæfir sig í hollmeti og einstaklega vinsæll grænmetiskokkur og frægur fyrir fitness-fæði sitt en hann æfir sjálfur grimmt. http://jonas-lundgren.se/

Food and Fun matarhátíðin verður sett í sextánda skipti í dag og eru veitingastaðirnir sem taka þátt í fjörinu einnig sextán talsins. Hátíðin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og er löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í matarmenningu Reykvíkinga. Fjöldi vinahópa og matarklúbba bíða í ofvæni ár hvert eftir að heimsþekktir stjörnukokkar sjóði saman spennandi matseðla úr íslenskum hráefnum í bland við framandi hráefni frá heimaslóðunum.

Erlendu gestakokkarnir koma víðsvegar að úr heiminum, frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Rússlandi, Bretlandi og Ítalíu svo dæmi séu nefnd.

„Það eru auðvitað alltaf einhverjir flottir kokkar sem ýmist hafa samband við okkur og óskar eftir að koma eða veitingastaðirnir sjálfir hafa kannski verið í sambandi við. En svo erum við líka dugleg að fylgjast með nýjum og upprennandi kokkum sem við komum okkur í samband við og fáum til landsins. Hátíðin er orðin mjög virt um allan heim innan kokkabransans og þykir ansi flott að geta sett á cv-ið sitt að hafa keppt í Food and Fun Chef of the year keppninni sem haldin er í tengslum við hátíðina,“ segir Siggi Hall, einn af stofnendum Food and Fun.

„Að mínu mati er árið í ár einstaklega spennandi og ég tel að þetta sé einn sterkasti kokkahópurinn sem hefur komið hingað til. Í hópnum eru samtals 8 Michelin stjörnur og þó nokkrir Bocuse d'Or verðlaunahafar ásamt fjölda annarra medalíuhafa,“ bætir Siggi við. „Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Food and Fun - líka þeir ævintýragjörnu en á Apótekinu er til dæmis hægt að smakka engisprettur. Svo er líka glæsilegur grænmetisseðill á Kitchen & Wine þar sem Jonas Lundgren sænskur sjónvarpsstjörnukokkur ætlar að galdra fram dýrindis rétti.“

Hægt er að lesa allt um bæði veitingastaðina sem taka þátt í ár, erlendu gestakokkana og matseðlana þeirra á heimasíðu hátíðarinnar www.foodandfun.is

Siggi Hall er mjög spenntur fyrir hátíðinni í ár.
Siggi Hall er mjög spenntur fyrir hátíðinni í ár. Artist,Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert