Sirrý í vandræðum með stálið

Sirrý Arnardóttir og eiginmaður hennar Kristján Franklin Magnús.
Sirrý Arnardóttir og eiginmaður hennar Kristján Franklin Magnús. Styrmir Kári

Sjónvarpsdrottningin Sirrý deyr ekki ráðalaus en birtan undanfarna daga hefur leikið hana grátt þrátt fyrir að vera kærkomin. Hún spurði vini sína ráða á Facebook og ráðleggingarnar létu ekki á sér standa.

Í færslu Sirrýar segir:

„Sólin er frábær þessa dagana. Birtan sannarlega kærkomin. Allt gott við þetta NEMA að ryk verður svo áberandi. Hvernig þrífið þið ráðagóðu facebook-vinir stál, t.d. stál-ísskápshurðir og stál-eldhúsháfa. Ljóska óskar eftir leiðbeiningum.“

Þar sem þessi aðferð Sirrýar bar feikigóðan árangur ákváðum við að deila með lesendum matarvefjarins hverju ráðagóðu vinir Sirrýar stungu upp á en áberandi vinsælt var að mæla með ediki og olíu en þetta var annars nefnt:

  • Góð tuska og kalt vatn
  • Kókosolía og mjúk tuska
  • Vínedik
  • Kalt vatn og þurr klútur
  • Enjo-klútur
  • Volgt edikvatn með sá uppþvottalegi
  • Stálhreinsir

Eins voru margir aðrir með sniðugar uppástungur þannig að einnig var stungið upp á gardínum, hárlitun, kalla kámið glimmer, draga fyrir gluggana og fara í göngutúr.

Ekki fylgir sögunni hverju Sirrý ákvað að byrja á en við erum spennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert