Vínbangsar fyrir þyrstar mömmur

Svona líta þessar áfengu elskur út.
Svona líta þessar áfengu elskur út. The Kitchn

Þetta er mögulega skrítnasta uppskrift sem við höfum birt en engu að síður er þetta eitthvað sem þarf að birtast. Ef einhver ríður á vaðið og býr til svona sniðuga vínbangsa þá biðjum við hinn sama um að senda okkur myndir. Þetta eru sem sagt heimagerðir gúmmíbangsar úr rósavíni, sérhannaðir fyrir þreyttar og þyrstar mömmur sem virðast staðráðnar í að gleyma því ekki í eina mínútu að þær eru mömmur.

Við sjáum ákveðna áhættuþætti í þessu, eins og að börnin komist í fínu vínbangsana hennar mömmu og haldi sitt eigið partí í kjölfarið.

En uppskriftin er hér að neðan og í þokkabót er myndband sem kennir réttu handtökin.

Uppskrift:

  • 500 ml rósavín
  • 35 gr gelatínduft
  • 150 gr hrásykur
  • 1 dropi af rauðum matarlit

Aðferð:

  1. Undirbúðu formin. Hægt er að panta sér gúmmíbangsaform á netinu eða nota bara hefðbundin klakaform.
  2. Sjóddu 250 ml niður um helming. Kældu.
  3. Blandaðu gelatíninu saman við hina 250 millilítrana af rósavíninu. Hrærðu vel og láttu það taka sig í 5 mínútur. Gelatínblandan ætti að verða þykk og fín.
  4. Blandið saman sykrinum, gelatínblöndunni og niðursoðna rósavíninu. Hrærið vel í blöndunni.
  5. Setjið í pott og hitið upp að suðumarki. Hrærið reglulega. Látið suðuna ekki koma upp en blandan ætti að vera fullkomlega blönduð og tær. Áferðin ætti að minna á þykkt síróp.
  6. Bættu við dropanum af matarlitnum til að framkalla hinn fullkomna bleika lit.
  7. Setjið blönduna í formin.
  8. Kælið í ísskáp í 90 mínútur eða lengur. Geymið í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert