Björguðu 100 kílóum af gulrótum

Gulræturnar ruku út en að öllum líkindum hefðu þær endað …
Gulræturnar ruku út en að öllum líkindum hefðu þær endað sem rusl ef enginn hefði stokkið til.

Þegar forsvarsmenn Skólamatar heyrðu fréttir af því að gómsætar íslenskar gulrætur væru að safnast upp og þeim yrði mögulega hent brugðust þeir hratt við og keyptu 100 kíló af gulrótum. „Við sáum viðtal við gulrótabónda á Flúðum sem var í vandræðum með gulrætur sem átti að farga því þær seldust ekki,“ segir Fanný Sigríður Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, en fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ og er í eigu matreiðslumannsins Axels Jónssonar, föður Fannýjar.

„Þarna slógum við þrjár flugur í einu höggi ef svo má segja. Við fengum við tækifæri til að vinna gegn matarsóun sem er auðvitað mjög mikilvægt. Síðan er það hollustan fyrir krakkana sem er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og að lokum verslum við þarna beint frá býli,“ segir Fanný en það gekk mjög vel að koma gulrótunum út. „Þær fóru beint í salatbarinn hjá okkur og ruku út. Við munum mjög líklega versla meira við þennan bónda og ég á von á því að þetta sé komið til að vera. Við tökum fegin á móti ábendingum um grænmeti í útrýmingarhættu,“ segir Fanný alsæl með útkomuna.

Fanný ásamt bróður sínum Jóni Axelssyni matreiðslumanni og föður þeirra …
Fanný ásamt bróður sínum Jóni Axelssyni matreiðslumanni og föður þeirra Axel Jónssyni en saman reka þau fyrirtækið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert