Svona laumar þú grænmeti í morgunverðinn

Hafragautur hreinlega heimtar gulrætur ef maður hugsar um hin innihaldsefnin …
Hafragautur hreinlega heimtar gulrætur ef maður hugsar um hin innihaldsefnin sem eru gjarnan kanill og rúsínur líkt og í gulrótartertum. nourisheveryday.com/mbl.is

Margir kannast við það að borða ekki nægilega mikið af grænmeti. Morgunverður er gjarnan sú máltíð sem illa gengur að koma grænmetinu inn í hvort sem ætlunin er að fá börnin til að innbyrða þannig meira grænmeti eða okkur sjálf. Hér eru komnar nokkrar skotheldar leiðir til að koma meira af grænmeti í kroppinn fyrir hádegi.

Í hristingana
Það er góð regla að setja alltaf eitthvert grænmeti í morgunhristinginn til að auka vítamín og steinefni morgunverðarins og minnka kolvetnin og hitaeiningarnar sem gjarnan leynast í ávöxtum. Til dæmis er mjög gott að setja grænkál eða spínat með mangó og banana, agúrka er mjög góð í hristinga til dæmis með eplum, mangó og myntu og svo kemur spergilkál skemmtilega á óvart. Gulrætur passa einnig vel með mangó, appelsínum og engifer í hristinga. Rauð eða gul paprika kemur líka skemmtilega á óvart í hristingum með jarðarberjum, hindberjum og banönum sem dæmi. 

Spínat hefur sannað sig sem frábært hráefni í hristinga en …
Spínat hefur sannað sig sem frábært hráefni í hristinga en spergilkál er einnig fyrirtaks viðbót í morgunhristinga. thinkstockphotos.com

Í hafragrautinn
Hafragautur hreinlega heimtar gulrætur ef maður hugsar um hin innihaldsefnin. Kanill og rúsínur eru vinsælar út á hafragrautinn en það eru einnig mjög mikilvæg innihaldsefni í gulrótarköku. Það er því borðleggjandi að prófa að raspa eina gulrót út í morgunhafragrautinn. Sætar gulrætur eru þó bestar, það er að segja minni og safaríkari gulrætur.


Í eggjakökuna
Það er borðleggjandi að hlaða nánast hvaða grænmeti sem er í eggjakökur. Paprika, spínat, grænkál, laukur, spergilkál, blómkál, baunir, sætar kartöflur svo fátt eitt sé nefnt er tilvalið í eggjakökur. Þær mál líka vel gera í múffumótum og elda þannig próteinríkan og hollan morgunverð fyrir nokkra daga í einu.

Eggjakökur eru hollur og próteinríkur morgunverður.
Eggjakökur eru hollur og próteinríkur morgunverður. pintrest.com

Í pönnukökurnar
Hnausþykkar pönnukökur að amerískum sið eru mjög vinsælar á morgunverðaborðið og þá sérstaklega um helgar. Það er mjög gott að sleppa sykrinum/sætunni í pönnukökurnar en setja smátt saxað grænmeti og jafnvel ost í staðinn ásamt kryddi. Kúrbítur, gulrætur og blómkál er til dæmis afburðagott. Þó skal varast að kúrbíturinn er vatnsmikill svo minnka skal vökvann í pönnukökunum á móti.

Það má vel pakka slatta af grænmeti í pönnukökur.
Það má vel pakka slatta af grænmeti í pönnukökur. pintrest.com/mbl.is

Í brauðið
Það er lítið mál að setja grænmeti út í brauðdeig. Þó þarf að vara sig á því að mikið af grænmeti innheldur mikinn vökva og því getur þurft að bæta við hveiti eða draga úr vökvamagninu í brauðinu. Kúrbítur, gulrætur og blómkál eru til dæmis vinsæl í bakstur sem og grasker og spínat. Því er um að gera að skoða uppskriftir og prófa sig áfram.

Grænmeti er dásamleg viðbót í brauðbaksturinn.
Grænmeti er dásamleg viðbót í brauðbaksturinn. pintrest.com/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert