Bláa vínið ólöglegt

Bláa vínið hefur mokselst enda óskaplega fagurt og setur svip …
Bláa vínið hefur mokselst enda óskaplega fagurt og setur svip á veisluna. Gïk/mbl.is

Léttvínið er framleitt bæði úr ljósum og rauðum vínberjum en liturinn kemur að hluta til úr berjunum auk indigo-litarefnis sem er náttúrulegt. Vínið vakti mikla athygli en nú er svo komið að spænsk yfirvöld hafa bannað vínið fagra samkvæmt frétt á vefsíðu The New York Times.

Vínfrumkvöðlarnir á bak við framleiðsluna voru skikkaðir til þess að fjarlægja orðið Blátt vín af merkimiðum vínsins og breyta lítillega samsetningu vínsins ásamt því að þeir hlutu sekt frá spænska landbúnaðarráðuneytinu. Það sem ekki er tekið fram að sé leyfilegt undir reglugerð Evrópusambandsins hvað varðar vínframleiðslu er í raun bannað. Þannig er orðið og liturinn blátt bannað því ekki kemur fram í reglugerðinni að það sé leyfilegt. Þannig var vínbóndi nokkur í Katalóníu sektaður árið 2008 fyrir að selja Gull Cava sem innihélt gullagnir, en það er ekki tekið fram í reglugerðinni að það sé leyfilegt.

Léttvínið er framleitt bæði úr ljósum og rauðum vínberjum en …
Léttvínið er framleitt bæði úr ljósum og rauðum vínberjum en liturinn kemur að hluta til úr berjunum auk indigo-litarefnis sem er náttúrulegt. Gïk/mbl.is

„Okkar markmið var að bjóða fólki skemmtilegra og klikkaðra vín. Vandamálið er að við erum að reyna að umbylta iðnaði sem hefur verið óbreyttur í aldir,“ segir Taig Mac Carthy, einn af stofnendum Gïk. Frá því að framleiðsla hófst hefur fyrirtækið selt yfir 120.000 flöskur, en meira en helmingurinn hefur selst fyrir utan Evrópusambandið. Á næstu misserum er svo stefnan tekin á Bandaríkjamarkað.

José Luis Benítez, framkvæmdastjóri Spænska vínsambandsins, segir að kvartanir gegn fyrirtækinu komi ekki frá vínsambandinu og viðurkennir fúslega að víniðnaðurinn þurfi að tileinka sér nýsköpun til að draga að nýja og yngri viðskiptavini. „Það þarf þó að gerast innan evrópsks regluverks sem er ætlað að vernda viðskiptavini gegn svikum og heilsufarshættum.“

Gïk hefur nú loks hafið aftur framleiðslu á víninu bláa eftir að hafa þurft að stöðva framleiðslu í yfir tvo mánuði. Búið er að endurmerkja vínið og breyta samsetningu þess, en nú inniheldur það 99 prósent vín og 1% þrúguþykkni svo það falli ekki undir flokkinn hreint vín. Vínframleiðendurnir huguðu neita því að gefast upp og hafa mótmælt sektinni og komið af stað undirskriftasöfnun í þágu þess að nefna megi vínið blávín. „Þar sem ég er ekki lögfræðimenntaður hefur þessi ágreiningur skilað sér í tilfinningu sem minnir helst á slæma þynnku,“ segir Mac Carthy, sem er þó langt því frá að gefst upp í baráttu sinni fyrir flippaðra léttvíni.

tobba@mbl.is

Gïk/mbl.is
Gïk/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert