Gestir og gangandi ráku upp stór augu í Austurstræti

Patrick í pylsustandinum er ófeiminn við að þenja raddböndin.
Patrick í pylsustandinum er ófeiminn við að þenja raddböndin. Mbl.is/Tobba Marinós

Gestir og gangandi ráku upp stór augu fyrr í kvöld þegar söngur ómaði um Austurstrætið. Ungur maður á vakt í Pylsustandinum við hliðina á Bjarna Fel í Austurstræti söng hátt og snjallt til að skemmta sér og þeim sem ferð áttu um strætið. Þar er á ferðinni einn hressasti pylsusali heims, Patrick Jens Scheving Thorsteinsson. „Patrick er bara svona hress og tók bara upp á þessu sjálfur. Ég er spá í að fara að ráða inn fólk úr Söngskólanum því þetta er svo skemmtilegt. Það er frábært að vera með syngjandi pylsusala,“ segir Einar Sturla Möinichen, eigandi Hressingarskálans og Pylsustandsins.

Ófáir ferðamenn rifu upp síma sína til að taka myndbönd á meðan aðrir nutu þess að fá smá eyrnahressingu í kuldanum. Ekki leið á löngu uns Patrick þurfti að hætta að syngja til að afgreiða svo nokkuð ljóst er að ungi söngvarinn trekkir að með ófeimni og frumlegheitum. Áhugasamir geta skellt sér á pylsu og shake í Austurstræti þar sem syngjandi pylsusalinn er enn á vakt svo enn gæti verið von á nokkrum slögurum.



Pylsusalan í Austurstræti er vinsæll áningarstaður.
Pylsusalan í Austurstræti er vinsæll áningarstaður.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert