Einfaldar aðferðir til að fjarlægja eiturefni úr hrísgrjónum

Hrísgrjón skal alltaf skola vel og helst hafa í bleyti …
Hrísgrjón skal alltaf skola vel og helst hafa í bleyti yfir nótt.

Öll höfum við heyrt skelfilegar sögur af eiturefnainnihaldi hrísgrjóna og annarra matvæla. Flestir reyna að borða lífrænt eftir getu en stundum er þess ekki kostur og þá eru góð ráð dýr... eða kannski ekki.

Í sjónvarpsþættinum Trust Me I´m a Doctor sem sýndur er á BBC var fjallað um málið og þar stungið upp á einföldum aðferðum sem minnka eiturefni í hrísgrjónum um heil 82%.

Leggið hrísgrjónin í bleyti yfir nótt og notið meira vatn en þið þurfið til að sjóða þau.

Flóknara er það ekki en oft er það einfaldleikinn sem er bestur. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar rannsóknir á eiturefnum í hrísgrjónum er hægt að nálgast upplýsingar hér.

Kjúklingur og hrísgrjón að hætti Berglindar Guðmundsdóttur.
Kjúklingur og hrísgrjón að hætti Berglindar Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
Hrísgrjón eru m.a. notuð í sushi.
Hrísgrjón eru m.a. notuð í sushi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hrísgrjón eru herramanns matur en yfirleitt innihalda þau óæskileg efni …
Hrísgrjón eru herramanns matur en yfirleitt innihalda þau óæskileg efni úr jarðveginum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert