Gulrætur í „make over“

Matarvefurinn setti á sig hárnet og heimsótti Sölufélag Garðyrkjumanna og kynnti sér hvernig ljótu gulræturnar enda sem dýrindis snakkgulrætur. Grænmetið var svo ferskt að spyrillinn át helst til of mikið á meðan á viðtalinu stóð en það hljóta að vera meðmæli með íslensku grænmeti. Þess má geta að engin efni eru notuð við að vinna gulræturnar eins og tíðkast gjarnan erlendis - aðeins vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert