Súpa með grænum baunum og sítrónugrasi

Susanne vann lengi vel í Sviss á Michelin-stöðum.
Susanne vann lengi vel í Sviss á Michelin-stöðum. Mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Susanne Grüene er yfirkokkur á japanska tehúsinu Kumiko og reyndar eini kokkurinn þar. Hún sér um að töfra fram súpur, brauð, japanskar samlokur, bakkelsi og kökur af ýmsu tagi. Kökurnar eru eins og listaverk; litríkar og skreyttar með sykurmassa og nostrað er við hvert smáatriði. Umhverfið er í sama anda; sterkir og fallegir litir blasa við og það er ekki laust við að gestirnir fyllist gleði bara við það eitt að stíga þarna inn. Hér deilir hún með lesendum uppskrift af hollri og bragðmikilli súpu.
Auðveld og holl súpa sem kemur hita í kroppinn.
Auðveld og holl súpa sem kemur hita í kroppinn. Ásdís Ásgeirsdóttir

500 g frosnar grænar baunir
0,6 l kókosmjólk (ósæt)
0,3 l grænmetissoð
salt eftir smekk
1 msk. grænt karrímauk (curry paste)
4 hvítlauksgeirar
2 laukar
2 Kaffir límónulauf
2 stilkar sítrónugras

Hitið olíu á pönnu og setjið lauk, hvítlauk og grænt karrímauk á við miðlungshita.

Skerið límónulauf og sítrónugras og bætið á pönnuna ásamt frosnu baununum.

Hitið allt saman ásamt soðinu og kókosmjólkinni.

Látið sjóða örstutt og saltið að vild.

Hellið súpunni gegnum sigti áður en hún er borin fram.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert