„Ef þú sérð línur í kjötinu ertu að skera það á rangan hátt.“

Svali og Svavar ásamt grísinum Heiðu.
Svali og Svavar ásamt grísinum Heiðu. Eggert Jóhannesson

Einn kunnasti útvarpsmaður landsins, Sigvaldi Kaldalóns sem er betur þekktur sem Svali, er mikill matgæðingur og er ekki feiminn við að tjá sig um það á öldum ljósvakans. Mikla athygli hefur vakið hversu ólíkir þeir félagar, Svali og Svavar, sem stjórna morgunþættinum á K100, eru og þykir mörgum nóg um.

Svali segir aðspurður að honum finnist ekki bara gott að borða heldur elski hann að borða. Svo heitt reyndar að stundum borði hann bara sér til skemmtunar. Hann hefur jafnframt sterkar skoðanir á mat og segir að nautakjöt sé hans uppáhaldsmatur. Sé steikin borin fram með bearnaise-sósu eða „benna" og frönskum sé það hans uppáhaldsmáltíð. Helst þurfi steikin samt að vera lund, það sé best.

Okkur lék forvitni á að vita hvaða fæðu hann teldi sig síst geta lifað án og þar varð nautakjötið fyrir valinu. Hann segist jafnframt geta bjargað sér í eldhúsinu þó að hann sé enginn kokkur. Þrátt fyrir það hefur hann sterkar skoðanir á hinum ýmsu málum og hann þoli síst vondan og illa „hanteraðan“ mat eins og hann segir sjálfur. Eins séu flestir í ruglinu þegar komi að því að skera kjúkling en trixið sé að skera þvert á vöðvann. „Ef þú sérð línur í kjötinu ertu að skera það á rangan hátt," segir hann og bætir því við að kjötið verði seigara sé það ekki gert með þessum hætti.

Hann hefur einnig mikla ást á kremkexi sem hann fullyrðir að sé af guði gert. Þar höfum við það, ef þið viljið gleðja Svala getið þið annaðhvort boðið honum í nautalund og benna eða... sent honum pakka af kremkexi.

Svali er mikill grillmaður og elskar góðar sósur.
Svali er mikill grillmaður og elskar góðar sósur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Svali og Svavar eru bestu vinir en mjög ólíkir þegar …
Svali og Svavar eru bestu vinir en mjög ólíkir þegar það kemur að matarsmekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert