Skothelt matarskipulag fyrir byrjendur

Þessi dagbók er svo metnaðarfull að skipulagsfíklar fá væntanlega fiðring …
Þessi dagbók er svo metnaðarfull að skipulagsfíklar fá væntanlega fiðring í magann. @that_journal

Skipulag er það sem gefur lífinu gildi og gerir það ögn auðveldara. Matarskipulag kann í margra eyrum að hljóma heftandi fyrir frjálshuga en það er vísindalega sanna (eða að minnsta kosti á almanna vitorði) að gott matarskipulag er miklu hagkvæmara og getur sparað þér gríðarlegar fjárhæðir þegar upp er staðið.

Gott er að vera vopnaður skipulagsbók eða með einhverja fína græju upp á vegg sem er skrifað á. Þessi bók hér að ofan er auðvitað bara meistaraverk og það ætti að vera nokkuð einfalt að sækja sér innblástur til hennar. Takið eftir því hvernig maturinn er flokkaður niður með litum sem síðan nýtast við að sjá hversu fjölbreyttur seðillinn er.

Hér eru jafnframt nokkur skotheld ráð sem allir ættu að ráða við:

1. Fáðu þér fallega skipulagsbók. Það vita allir sem eitthvað vita að fallegar skipulagsbækur eru allra meina bót. Þú getur bæði hannað þína eigin eða fengið þér íslensku bókina MUNUM þar sem auðvelt er að skipuleggja lífið.

2. Leyfðu fjölskyldunni að skipuleggja með þér. Þetta er sérstaklega heppilegt gagnvart börnum sem eru mjög matvönd. Ef þú fá að hafa áhrif á matseðilinn hefur það jákvæð og hvetjandi áhrif á matarvenjur þeirra auk þess sem það styrkir fjölskylduböndin.

3. Gott er að hafa ákveðna daga fasta eins og föstudags pizzan eða taco þriðjudagur. Síðan má bjóða upp á allskonar afbrygði innan þess ramma. Þá myndast ákveðin rútína. Ekki gleyma heldur að hafa frídaga þar sem boðið er upp á snarl og afganga. Mikilvægt er að venja sig og börnin á að borða afganga því ekki tökum við þátt í matarsóun.

4. Skipulegðu matseðilinn viku fram í tímann og gerðu innkaupalista. Markmiðið er að fara bara einu sinni í viku út í búð. Fólk áttar sig oft ekki á því en tíðar verslunarferðir hafa í för með sér aukna eyðslu sem síðan hefur áhrif á hagsæld heimilisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert