Borðaði hafragraut daglega í mánuð og þetta gerðist

Það eru engin takmörk fyrir því hvað má setja út …
Það eru engin takmörk fyrir því hvað má setja út í hafragraut. Delish.com

Það er alltaf gaman þegar fólk breytir mataræði sínu í ákveðinn tíma til að finna með beinum hætti hvaða áhrif það hefur. Áhrífaríkasta dæmi þess er sjálfsagt þegar Morgan Spurlock borðaði bara MacDonalds í mánuð og reiddi ekki vel af. Leah Wynalek ákvað hins vegar að kanna hvaða áhrif dagleg neysla hafragrautar hefði á hana og að mánuði loknum dró hún niðurstöðurnar saman í mjög áhugaverðan lista.

Hún segir að það hafi tekið hana um það bil tvær vikur að finna út hvernig henni fannst hafragrauturinn bestur. Henni hafi þótt hann bestur með bananasneiðum, kanil, nokkrum rúsínum og matskeið af hnetusmjöri. Örlítilli vanillu og skvettu af hlynsírópi. Fyrst hafi hún eldað bananana með grautnum en það hafi verið frekar vont. Stundum hafi hún saxað hnetur út í grautinn, notað kókosflögur, kakóduft, súkkulaðibita eða smá Nutella á föstudegi eftir erfiða viku.

Mjólkin hafi líka skipt máli, þ.e. hvaða fituprósentu hún innihéldi og hún hafi meira að segja sett grænmeti, ost og egg saman við – allt með ágætis árangri.

En áhugaverðustu breytingarnar sem Wynalek tók eftir voru þessar:

Ég hætti að snarla á morgnana. Venjulega borðaði hún morgunmat og var síðan byrjuð að tína í sig alls kyns snarl. Hún var því alveg södd fram að hádegi. Stundum fór hún jafnvel í ræktina í hádeginu og borðaði ekki fyrr en kl. 13. Hún hafi fundið mikinn mun á þessu – sérstaklega eftir að hún fór að nota feitari mjólk.

Það var vont að sleppa grautnum. Eftir því sem Wynalek vandist grautnum varð hún háðari honum. Þetta varð heilög rútína hjá honum sem skipti hana máli. Þá sjaldan sem hún hafi sleppt grautnum (sem kom fyrir um helgar) hafi henni liðið einkennilega og saknað grautarins síns góða.

Hún varð vanaföst. Það fyrsta sem hún gerði á morgnana var að fá sér morgunverð en fram að því hafði hún meira verið að borða á hlaupum. Hún segist hafa farið að hlakka til að setjast niður, lesa bók og borða grautinn sinn. Hún hafi virkilega elskað þessar gæðastundir og grautinn sinn góða.

Hún skipti yfir í nýmjólk. Hún segist hafa verið alin upp á léttmjólk og undanrennu og hafi jafnframt alltaf átt möndlumjólk inni í ísskáp. En þegar hún hafi hafið tilraunastarfsemina með grautinn hafi hún prófað allar gerðir mjólkur. Niðurstöðurnar hafi verið skýrar: eftir því sem mjólkin var feitar varð grauturinn betri og hún saddari.

Hafragrautur með ferskum berjum og spíruðum hörfum er vinsæll hérlendis.
Hafragrautur með ferskum berjum og spíruðum hörfum er vinsæll hérlendis. Kristinn Magnússon
Ofnbakaður hafragrautur er tilvalinn um helgar.
Ofnbakaður hafragrautur er tilvalinn um helgar. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
Hafrar.
Hafrar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert