Girnilegt perusalat með gráðosti og beikoni

Þetta verður næsti uppáhaldsrétturinn ykkar.
Þetta verður næsti uppáhaldsrétturinn ykkar. Ljósmynd / The Kitchn

Áður en þið afskrifið þennan rétt og hugsið með ykkur að perur séu ekki „matur“ þá viljum við góðfúslega benda á hið gagnstæða. Perur eru vissulega herramanns matur og ef þið hafið ekki prófað að borða perur með gráðosti þá eruð þið að missa af miklu. Þeir lesendur sem léku eftir fylltu kjúklingabringurnar með perum og brie vita allt um það hvað bakaðar perur eru stórkostlegar! 

Þessi uppskrift er sko ekki síðri! 

Glæsilegt er það og bragðgott.
Glæsilegt er það og bragðgott. Ljósmynd / The Kitchn

Gourmet-perur með beikoni og gráðosti

  • 6 sneiðar af þykku beikoni - skornar í bita (ekki of litla)
  • 2 þroskaðar perur - skornar í helming og kjarnhreinsaðar
  • 3 msk. hunang
  • 120 gr. gráðostur - mulinn
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1/2 poki af klettasalati
  • 60 gr. ristaðar valhnetur
Aðferð
  • Hitið ofninn upp í 200 gráður.
  • Setjið álpappír á bökunarplötu (helst með riffluðum botni) og setjið beikonsneiðarnar á. Setjið perurnar ofan á beikonið og látið skornu hliðina snúa niður. Slettið 1 1/2 msk. af hunangi yfir perurnar. Bakið í 15 mínútur.

  • Takið plötuna út úr ofninum. Snúið perunum varlega við og setjið um það bil matskeið af gráðosti ofan í hverja peru. Setjið aftur inn í ofn og bakið þar til perurnar eru orðnar mjúkar og osturinn líka. Þetta ætti að taka um það bil 10 mínútur.
  • Áður en þið berið fram skulið þið hræra saman sítrónusafanum, olíunni og saltinu saman í skál. Bætið við klettasalati og löðrið það vel upp úr vökvanum. Setjið klettasalatið í jafnstóra skammta á fjóra diska. Setjið eina peru á hvert salat og skiptið beikoninu jafnt á milli diskanna. Stráið valhnetunum yfir og loks afganginum af hunanginu. Njótið vel.

Myndband af fyrrnefndum kjúklingabringum, sem eru líklega einn besti kjúklingaréttur sem við höfum smakkað hér á ritstjórn Matarvefjarins, er hér að neðan. Njótið!


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert