Umdeildur en lekker lárperuskeri

Avókadó er í raun ávöxtur og myndi flokkast sem ber …
Avókadó er í raun ávöxtur og myndi flokkast sem ber með steini. Skjáskot kokka.is

Það eru engin takmörk fyrir vinsældum lárperunnar sem er betur þekkt sem avókadó. Ávöxturinn vinsæli, já þetta er ávöxtur, selst í miklu magni hérlendis enda ákaflega hollt hráefni með mjög fjölbreytta notkunarmöguleika. Það þarf því engan að undra að búið er að finna upp sérlegt tól til að skera þennan heimsfræga og vinsæla ávöxt.

Lárperuskeri er kannski ekki eitthvað sem fólk heldur að það þurfi að eiga en sniðugt er það og vissulega auðveldar tækið skemmtilega lífið ef takmarkið er að bera fram fallega sneidda lárperu. Lárperuskerinn hefur fengist hérlendis í Kokku um nokkurt skeið en er ítrekað uppseldur og hefur valdið þó nokkrum usla á samfélagsmiðlum. Einhverjir vilja meina að tækið sé bráðnauðsynlegt á meðan öðrum finnst þetta alger peningasóun og helber vitleysa. Hvort sem svarið er þá er tryllitækið umdeilda fáanlegt aftur en það kostar 2.980 krónur.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir tryllitækið í hita leiksins. Takið eftir brosi kynnisins í lokin. 



Lárperuskerinn hefur valdið miklum usla á samfélagsmiðlum og selst ítrekað …
Lárperuskerinn hefur valdið miklum usla á samfélagsmiðlum og selst ítrekað upp. Tækið kostar 2.980 krónur. Skjáskot kokka.is
Bæ bæ steinn!
Bæ bæ steinn! Skjáskot kokka.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert