Bakaðir sveppir með beikoni og snakki

Bakaðir sveppir með beikoni og snakki taka partýið upp á …
Bakaðir sveppir með beikoni og snakki taka partýið upp á næsta stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við fengum meistarakokkinn Anítu Ösp Ingólfsdóttur til að bregðast við fyrirspurninni um fyllta sveppi en því betur tók hún vel í þá hugmynd og útfærði á sérlega girnilegan hátt. Að sjálfsögðu er beikon í sveppafyllingunni enda vita flestir að beikon gerir flest betra.

20 sveppir – stórir
1 steyptur hvítlauksostur
1 beikonsmurostur
½ l rjómi
2 bréf beikon (ca. 300 g)
1 stór rauðlaukur
150 g rifinn ostur
100 g salt Lays-snakk

Stilkarnir teknir úr sveppunum og sveppirnir hreinsaðir aðeins að innan, þetta er gert til að koma meiri fyllingu í sveppina, þá eru sveppirnir saltaðir örlítið.

<br/>

Þá er helmingurinn af rjómanum settur í pott og hitaður upp að suðu, hvítlauksosturinn

skorinn smátt og settur út í rjómann ásamt beikonostinum. Hitað á lágum hita og hrært

mjög reglulega í, þegar orðið nokkuð kekkjalaust þá er afganginum af rjómanum bætt út í og hitað og hrært þar til alveg slétt. 

<br/>

Á meðan sósan er búin til er beikonið skorið í

bita og steikt á pönnu þar það er nánast orðið stökkt, þá er rauðlauknum bætt út á og leyft að mýkjast aðeins. Tekið af pönnunni og mesta fitan sigtuð frá.

Beikoninu og lauknum er bætt út í ostasósuna, smakkað til með salti og pipar og þessari dásemd er síðan skóflað ofan í sveppina.Ofan á sveppina fer svo blanda af ostinum og muldu snakkinu.

Bakað í ofni á 180 °C í sirka 10-15 mín., eða þar til sveppirnir eru mjúkir og osturinn gullinbrúnn.

Aníta kokkur á veitingahúsinu Víkinni.
Aníta kokkur á veitingahúsinu Víkinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert