Nýjasta æðið í páskaeggjabransanum

Glæsilegar umbúðir.
Glæsilegar umbúðir. Ljósmynd/Prestat

Hver er ekki til í smá lekkerheit um páskana? Þá eigum við að sjálfsögðu við hágæða erlent súkkulaði með gin- og tónikbragði.

Nú reka eflaust margir upp stór augu enda um óvenjulega bragðsamsetningu að ræða en við erum engu að síður spennt.

Eggin koma frá lúxusframleiðandanum Prestat og undir gullþynnunni er hvítt mjólkursúkkulaði sem bragðbætt er með sítrónuolíu. Eggið er svo fyllt með hnausþykku ganache sem hefur verið bragðbætt með gini og sítrónuolíu. Rúsínan í pylsuendanum er svo „leynihráefni“ sem Prestat segir að minni á hversu freyðandi tónikið er.

Hægt er að panta eggið á netinu hér og við vonumst að sjálfsögðu til að einhverjir falli í freistni og segi okkur frá því hvernig bragðaðist.

Fallegt er það og ákaflega páskalegt.
Fallegt er það og ákaflega páskalegt. Ljósmynd/Prestat
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert