Krans sem bætir sjónina og frjósemina

Þetta er mynd af gulrótarkransi en þó ekki alveg sömu …
Þetta er mynd af gulrótarkransi en þó ekki alveg sömu uppskrift og hér er að finna. Ljósmynd / Food 52

Það heitasta heitt í dag er áttundi áratugurinn samkvæmt nýjustu fregnum frá höfuðborg hátískunnar og því má eðlilega leiða líkur að því að gómsætar dásemdir áttunda áratugarins muni eiga feiknarsterka endurkomu í eldhús landsmanna á komandi vikum og mánuðum.

Við erum að sjálfsögðu alltaf leiðandi í nýjustu matartrendunum og því ákváðum við að deila með ykkur þessari eðaluppskrift að gulrótarkransi. Hann er sérlega karoten-auðugur og bragðast vel með skinku.

Fyrir þá sem eru ekki að kveikja hvaðan þessi snilld er upprunnin þá er hana að finna í meistarabókinni Ódýrt og gott sem kom út árið 1984 og naut mikilla vinsælda hér á landi. Við grátbiðjum hugaða um að elda þennan rétt og deila myndum inn á Instagram með myllumerkinu #matur.a.mbl.

Gulrótakrans

  • 400 gr. gulrætur
  • ½ laukur
  • 3 msk. smjör
  • 2 egg
  • 1 msk. hvieti
  • 1 ½ dl mjólk
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. hvítur pipar

Fylling

  • Djúpfryst rósakál

Aðferð

  1. Flysjið gulræturnar og sjóðið þær þar til þær hafa aðeins náð að mýkjast í léttsöltu vatni. Rífið þær síðan niður. Þetta ættu að verða um 4 dl af gulrótum.
  2. Flysjið og saxið laukinn. Bræðið feitina og þeytið eggin. Blandið öllu saman í skál ásamt hveiti, mjólk, salti og pipar.
  3. Hellið blöndunni síðan í vel smurt form og bakið hana í 225 gráðu heitum ofni í um 30 mínútur.
  4. Sjóðið rósakálið eins og ráðlagt er á pakkanum. Raðið því í kransinn miðjan. Í stað rósakáls má nota lauk í steinseljusósu eða smjörsteikta sveppi.
  5. Berið réttinn fram einan og sér eða með þunnskornu kjöti eins og skinku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert