Vinsælasta pizzan á Pinterest

Bon Appetit!
Bon Appetit! Ljósmynd / Kalyns Kitchen

Þessi pizza er að setja Pinterest á hliðina en uppskriftin er þó ekki ný af nálinni heldur er hér um að ræða klassík úr franska eldhúsinu. Nú eru sjálfsagt margir forvitnir og enn aðrir hvumsa yfir því hvað heimsfræg pizza er að gera utan Ítalíu en þetta, krakkar mínir, er nefnilega pizza að hætti sjálfrar Juliu Child.

Eggaldin-pizza Juliu Child (Tranches d´aubergine á l´italienne)

  • 1 vel stórt eggaldin
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 2 tsk. ítalskt krydd
  • 10 stór basil-lauf
  • 1-3 bollar ferskur parmesan
  • 1/3 bolli fínt rifinn mozzarella-ostur
  • þurrkaðar chili-flögur

Sósan

  • 2-3 tsk. extra-virgin ólífuolía
  • 3 stórir hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
  • 1 dós af smátt skornum niðursoðnum tómötum (eða notið sambærilegt magn af ferskum smátt skornum tómötum)
  • ½ tsk. ítalskt krydd
  • ¼ tsk. oregano-krydd

Aðferð

  1. Skerið endana af eggaldininu og skerið svo í 2 cm þykkar sneiðar. Passið að sneiðarnar séu jafnar. Setjið sneiðarnar á tvöfalt lag af eldhúspappír og sáldrið salti vel yfir báðar hliðarnar. Látið eggaldinið bíða með saltið á í 30 mínútur. Kveikið á ofninum og stillið hann á 190 gráður.
  2. Gerið sósuna meðan saltið bíður á eggaldininu. Hitið 2-3 teskeiðar af olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn uns ilmurinn í eldhúsinu er orðinn dásamlegur. Passið samt að hvítlaukurinn brúnist ekki. Bætið við tómötunum, ítalska kryddinu og óregano-kryddinu og látið eldast vel. Þið megið nota gaffal á tómatana til að mauka þá betur. Látið malla á mjög lágum hita uns eggaldinið er búið að standa í sínar 30 mínútur.
  3. Þerrið saltið af eggaldininu og penslið ofnplötuna með olíu og leggið sneiðarnar ofan á. Penslið sneiðarnar með ólífuolíu og kryddið með ítalska kryddinu. Bakið í um 25 mínútur (en alls ekki of lengi þannig að sneiðarnar verði mjúkar og laglausar, skv. Juliu Child).
  4. Meðan eggaldinið er í ofninum skal skera basil-laufin niður í ræmur og blandið saman ostunum tveimur. Þegar eggaldinið er tilbúið skaltu taka plötuna út úr ofninum og kveikja á grillinu. Settu nokkrar matskeiðar af sósu ofan á hverja sneið, því næst skaltu setja basil-laufin og loks topparðu sneiðarnar með ríflegum skammti af ostablöndunni. Settu plötuna aftur inn í ofninn sem er núna stilltur á grill og grillaðu sneiðarnar þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og girnilegur.
  5. Sáldrið chili-flögum yfir sneiðarnar og berið fram.
  6. Bon Appetit!
Eggaldin!
Eggaldin! Ljósmynd / Kalyns Kitchen
Hér er búið að pensla sneiðarnar með olíu og krydda.
Hér er búið að pensla sneiðarnar með olíu og krydda. Ljósmynd / Kalyns Kitchen
Hér er búið að setja basil-laufin ofan á tómatblönduna.
Hér er búið að setja basil-laufin ofan á tómatblönduna. Ljósmynd / Kalyns Kitchen
Svona líta „pizzusneiðarnar“ út tilbúnar.
Svona líta „pizzusneiðarnar“ út tilbúnar. Ljósmynd / Kalyns Kitchen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert