Vöffludeigið rennur út

Vöffludeig í pökkum stendur alltaf fyrir sínu. Hér má sjá …
Vöffludeig í pökkum stendur alltaf fyrir sínu. Hér má sjá Kára Kárason, framkvæmdastjóra Vilko, en Íslendingar eru ákaflega hrifnir af Vilko-vörunum.

Í dag er Alþjóðlegi vöffludagurinn og má fastlega búast við því að verið sé að undirbúa vöfflubakstur um heim allan. Okkur lék forvitni á að vita hvort Íslendingar væru búnir að tileinka sér þessa hefð og höfðum samband við sölustjóra Ó. Johnson og Kaaber, Alfreð S. Jóhannsson, sem lagði það á sig að grafa sig í gegnum sölutölur frá því í fyrra til að gefa okkur vísbendingar um vöffluneyslu landsmanna.

„Það er greinilegt að svo er,“ segir Alfreð aðspurður og bætir við að það sé „mikil söluauking á vöffludeigi í mars sem helst svo fram eftir sumri enda vöfflurnar okkar gríðarlega vinsælar.“

Þar höfum við það.

Við minnum jafnframt á að Elko býður 25% afslátt af öllum vöfflujárnum í dag í tilefni Alþjóðlega vöffludagsins þannig að nú hefur enginn ástæðu til að vöffla ekki yfir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert