Páskakaka úr smiðju drottningar

Falleg er hún...
Falleg er hún... Ljósmynd/Betty Crocker

Þessi kaka er eiginlega of falleg til að láta fram hjá sér fara og við þurftum að sjálfsögðu að birta uppskriftina að henni ásamt leiðbeiningum um hvernig maður gerir svona fína köku. Það vill jafnframt svo skemmtilega til að þessi kaka er úr smiðju hinnar ókrýndu drottningar ameríska kökueldhússins: sjálfrar Betty Crocker. Hún sér að sjálfsögðu um allan undirbúning og þá er lítið annað að gera en bretta upp ermarnar og virkja sitt listræna eðli.

Uppskrift

  • 1 pakki af Betty Crocker Super Moist-svampbotni
  • 250 ml mjólk
  • 3 egg
  • 60 gr pastellitað kökuskraut

Krem

  • 500 gr smjör, við stofuhita
  • 3-5 msk. mjólk
  • 1 ½ tsk. vanilludropar
  • 1 kg flórsykur
  • Matarlitir; bleikur, gulur og blár

Skreytingar

  • Pastellituð pákskaegg, sykurpúðakanínur og allt það pastellitaða fínerí sem þið getið fundið.

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið tvö kökuform.
  2. Í stóra skál skulið þið setja kökuduftið, 250 ml mjólk og 60 ml af bræddu smjöri ásamt eggjunum. Hrærið saman með handþeytara eða í hrærivél. Setjið kökuskrautið saman við. Skiptið jafnt á milli formanna.
  3. Bakið í 30-35 mínútur og kælið svo.
  4. Í stóra skál skulið þið setja allt smjörið og þeyta með handþeytara (eða í hrærivél) þar til það er orðið mjúkt og fínt. Hrærið saman 3 msk. af mjólk og vanilludropunum. Blandið flórsykrinum rólega saman við og hrærið í á lágum hraða. Ef kremið verður of stíft skal seta teskeið af mjólk saman við. Í miðlungsstóra skál skulið þið setja 6 dl af kremi og lita með bleikum matarlit. Takið afganginn af kreminu og skiptið í tvennt. Annan helminginn litið þið ljósbláan og hinn gulan.
  5. Setjið einn botn á kökudiskinn og setjið 2 dl af bleiku kremi ofan á og dreifið. Setjið hinn botninn ofan á. Notið járnspaða og þekið hliðarnar með kremi og kælið í 30 mínútur.
  6. Takið þrjá kökuskreytingarpoka og setjið mismunandi odda framan á. Fyllið pokana með afganginum af kreminu og skreytið síðan kökuna með því að dreifa dúllum jafnt og þétt um kökuna.
  7. Bætið skreytingunum við rétt áður en kakan er borin fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert