Besti veitingastaður heims árið 2017

Veitingastaðurinn sem þykir sá besti í heimi samkvæmt Tripadvisor.com er …
Veitingastaðurinn sem þykir sá besti í heimi samkvæmt Tripadvisor.com er nefndur eftir eiganda staðarins og fremsta matreiðslumeistara Spánverja, Martin Barasagui. /skjáskot china-files.com

Góða veitingastaði er ekki aðeins að finna í stórborgum og á þekktum ferðamannastöðum. Sumir þeirra bestu leynast í minni bæjum sem eru þess virði að gera sér sérstaka ferð til að heimsækja.

Allra besti veitingastaður heims árið 2017, að sögn ferðalanga Tripadvisors er Martin Berasategui í 18.000 manna bæ á Norður-Spáni, Lasarte-Oria, en hann er í um 6 km fjarlægð frá háskólabænum San Sebastián. Veitingastaðurinn er nefndur eftir eiganda staðarins og fremsta matreiðslumeistara Spánverja, Martin Barasagui, en um ævina hefur hann hlotið alls 8 Michelin-stjörnur fyrir veitingastaði sína, meira en nokkur annar landi hans. Barasagui þykir sérlega viðkunnanlegur og persónulegur gestgjafi sem kemur gjarnan fram eftir máltíðina og heilsar upp á gesti sína. Veitingastaðurinn er nútímalegur útlits, umlukinn grænu fallegu umhverfi og undir honum öllum er stærðarinnar vínkjallari. Matseðillinn samanstendur af því besta sem býðst í matargerð Miðjarðarhafsins.

Martin Barasagui rekur vinsælasta og besta veitingastað heims samkvæmt Tripadvisor.
Martin Barasagui rekur vinsælasta og besta veitingastað heims samkvæmt Tripadvisor. mbl.is/Martin Barasagui

Í 5.000 manna bænum Chagny í Saône-et-Loire í austurhluta Frakklands er að finna einn besta veitingastað landsins, Maison Lameloise, sem er nær hundrað ára gamall þriggja stjörnu Michelin-staður. Maison Lameloise er eins franskur og hugsast getur, bæði hvað mat, andrúmsloft og útlit varðar þar sem gestir gæða sér að sjálfsögðu á Búrgundar-vínum héraðsins.

Um 11 kílómetra austur af Oxford er eittþúsund manna bæinn Great Milton að finna. Utan víðfrægrar kirkju er hans helsta aðdráttarafl fransk-breski veitingastaðurinn Belmond Le Manoir aux Quat'Saisons. Vilji fólk snæða í ekta bresku sveitaumhverfi, mat á heimsmælikvarða og fá framúrskarandi þjónustu þykir þetta vera staðurinn en hótelið sem staðurinn er á þykir þá ekki síðra. 

Belmond Le Manoir aux Quat'Saisons ber veglegt nafn í veglegu …
Belmond Le Manoir aux Quat'Saisons ber veglegt nafn í veglegu setri.

Sant'Agata sui Due Golfi er smáþorp sunnarlega á Ítalíu og tilheyrir Kampanía-héraðinu. Veitingastaður þar í bæ sem heitir því virðulega nafni Ristorante Don Alfonso 1890, lendir ofarlega á öllum listum yfir bestu veitingastaði heims en eins og nafnið gefur til kynna er hann að nálgast að verða 130 ára gamall og er í gullfallegu húsi frá 19. öld, þar sem vistarverur eru málaðar í glaðlegum bleikum og gulum tónum. Veitingastaðurinn heldur aldagamlar ítalskar matarvenjur Sorrento og Amalfi-strandarinnar í heiðri.

Umhverfi ítalska veitingastaðarins Ristorante Don Alfonso 1890 er eengu líkt …
Umhverfi ítalska veitingastaðarins Ristorante Don Alfonso 1890 er eengu líkt en á matseðlinum er að finna klassíska og aldargamla ítalska rétti.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert