Heimagerður leir fyrir börnin

Hvernig væri að leira saman um helgina?
Hvernig væri að leira saman um helgina? Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir

„Litli kúturinn minn elskar að leira og því ákvað ég að skella í heimagerðan leir. Gott er að gera sinn eigin leir því það er ódýrt og einfalt, hann er ekki með neinum aukaefnum og það er í lagi að borða hann þó að hann myndi seint flokkast sem góður!  Ég hef prufað að gera margar tegundir af leir en þessi uppskrift er sú sem mér þykir þægilegast að gera. Góða skemmtun,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir á Eatrvk.com. 

Innihaldsefni
1 bolli hveiti
1/2 bolli borðsalt
1 msk. matarolía/ólífuolía
1/2 tsk. cream of tartar
1 bolli sjóðandi vatn með matarlit að eigin vali út í

Leiðbeiningar
Þurrefnin sett í skál.
Olíunni og vatninu með matarlitnum í er hellt yfir.
Hrært vel með sleif þar til orðið eins og deig, þá tekið úr skálinni og hnoðað.

Gott er að vera með hanska þar sem matarliturinn getur smitast. Mér finnst gott að sigta þurrefnin en það er ekki nauðsynlegt. Geymið í plastpoka eða boxi svo loft komist ekki að leirnum þegar hann er ekki í notkun.

Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert