Albert og Bergþór fengu nýtt eldhús í brúðargjöf

Það er án efa mun skemmtilegra að baka í nýja …
Það er án efa mun skemmtilegra að baka í nýja eldhúsinu. Þessi fallega terta er páskaterta Alberts í ár. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Þegar við Bergþór giftum okkur síðasta sumar ætluðum við að afþakka allar gjafir en fólk tók það ekki í mál. Við endurskoðuðum því hugmyndina og létum berast að við værum að hugsa um að bæta við 75 ára gamla eldhúsið okkar og ef gestir vildu hjálpa okkur við það, yrðum við alsælir. Þegar upp var staðið, reyndist hagkvæmara að skipta innréttingum alveg út, enda þótt þær hefðu verið vandaðar upphaflega. Þetta hefur verið einkar ánægjulegt ferli,“ segir Albert Eiríksson listakokkur á alberteldar.com.

Gamla eldhúsið var orðið ansa lúið enda 75 ára gamalt.
Gamla eldhúsið var orðið ansa lúið enda 75 ára gamalt. mbl.is/Árni Sæberg
Eldavélin passaði ill inn í gömlu innréttinguna.
Eldavélin passaði ill inn í gömlu innréttinguna. mbl.is/Árni Sæberg
Gamla eldhúsið fullnýtti ekki plássið nægilega vel.
Gamla eldhúsið fullnýtti ekki plássið nægilega vel. mbl.is/Árni Sæberg

„Við gáfum okkur góðan tíma í að velta fyrir okkur innréttingum og þarfagreina eins og það er víst kallað, fengum hugmyndir og ráð frá mörgum. Að lokum var ákveðið að fá innréttinguna frá Ikea en höldurnar eru frá Brynju á Laugavegi og bekkjaplötur frá Fanntófelli.“

„Flísarnar koma frá Ítalíu og fást í Flísabúðinni. Ítalska fyrirtækið fær þarlenda listamenn til að hanna listaverk á flísarnar.“

Flísarnar eru ítalskar og gefa eldhúsinu skemmtilegan svip.
Flísarnar eru ítalskar og gefa eldhúsinu skemmtilegan svip. mbl.is/Kristinn Magnúsosn


Albert fékk sér gaseldavél nokkru áður en nú fyrst passar vélin í eldhúsinnréttinguna. „Satt best að segja hafði ég litla reynslu af gasi þangað til við fengum þessa vél. Það tók ekki langan tíma að venjast henni, en það hefur auðvitað ýmsa kosti að elda á gasi, t.d. að geta lækkað hitann á augabragði þegar farið er að sjóða.“

Albert og Bergþór hönnuðu sjálfir eldhúsið en fengu arkitekta til að leggja sér lið. „Við vildum fá góða lýsingu og hafa vinnuaðstöðuna sem besta og fjölbreyttasta. Helsti breytingin við að vinna í nýja eldhúsinu er mun meira bekkjapláss, meira skápapláss og góð lýsing.“

Bekkurinn yfir ofninum gefur mun meira borðpláss en áður.
Bekkurinn yfir ofninum gefur mun meira borðpláss en áður. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ábendingar til þeirra sem hyggja á nýtt eldhús?
„Hugsið dæmið vel, hvað þarf og hvað ekki. Skoðið mörg eldhús og ræðið bæði við arkitekta og leikmenn. Oft er bekkjapláss til að vinna á alltof lítið og það er því forgangsatriði. Það er ekki hentugt að dreifa innréttingunni í stóru eldhúsi, því að þegar eldað er, er ekki til bóta að prika mikið fram og til baka. Mælið rýmið nákvæmlega og fáið tilboð frá nokkrum seljendum. Ekki spara í litlu hlutunum, höldum, flísum, blöndunartækjum, húsgögnum o.s.frv.“ 

Hvað var það fyrsta sem þú eldaðir í nýja eldhúsinu?
Það fyrsta sem við elduðum var hægeldaður lambahryggur fyrir útsendara frá amerískri ferðaskrifstofu, en ósk hennar er að gestir sem koma til Íslands komi í heimsókn til okkar og við förum jafnvel í stutta matargöngu um hverfið og gerum fleira skemmtilegt. Lambahryggurinn var í sex klukkutíma í ofninum á 45°C Við kenndum henni að sykurbrúna kartöflur, útbjuggum skyrtertu og fleira.“

Var þetta dýrara en þú bjóst við?
Þar sem við vorum búnir að kortleggja þetta nokkuð vel stóðst áætlunin allvel. Ekkert óvænt kom upp á, en þegar innrétting er keypt, má reikna lokakostnað með vinnu og frágangi nokkurn veginn með því að tvöfalda verð innréttingarinnar.“

 Fyrir áhugasama má fá uppskriftina af páskatertunni hans Alberts hér.

Smart glerskápur er nú þar sem áður var opin hilla.
Smart glerskápur er nú þar sem áður var opin hilla. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
Upprunalegt gólfefnið passar vel við nýju innréttinguna.
Upprunalegt gólfefnið passar vel við nýju innréttinguna. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson eru glæsilegir saman.
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson eru glæsilegir saman. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert