„Pimpaðu“ núðlusúpuna upp á næsta stig

Glæsilegar eru þær.
Glæsilegar eru þær. Ljósmynd/MrMarmiteLover

Núðlusúpa er eitthvað sem flestir kannast við. Fljótleg, einföld og umfram allt ódýr. Hægt er að „pimpa“ núðlusúpu á fremur einfaldan hátt og breyta einhæfu mataræði í sannkallaða veislu.

Aðferðin er einföld og við fengum Kerstin nokkra Rodger til að deila með okkur nokkrum skotheldum aðferðum en hún heldur úti blogginu Ms Marmite Lover sem nýtur mikilla vinsælda.

Ljósmynd/MrMarmiteLover
Ljósmynd/MrMarmiteLover

Hér eru fjórar einfaldar en frábærar aðferðir við að flippa örlítið í súpugerð og aðferðin er einföld:

  1. Setjið núðlurnar í skál
  2. Opnið pokana sem fylgja með. Annar inniheldur yfirleitt bragðefni og hinn olíu. Stundum eru jafnvel chili-flögur. Athugið að oftar en ekki eru bragðefnin með MSG þannig að ef þið viljið sneiða hjá slíkum aukaefnum er best að nota sinn eigin kraft sem inniheldur ekkert MSG.
  3. Sjóddu vatn og helltu yfir núðlurnar.
  4. Á meðan núðlurnar mýkjast upp skaltu undirbúa græmetið.
  5. Kerstin notar tofu-teninga, rifnar gulrætur, vorlauk, rauða papriku, sveppi – og bara allt það sem hún finnur inni í kæli.
  6. Rífðu ferskan engifer, turmerik eða hvítlauk út í súpuna. Bættu við ferskum kóríander eða lime-laufum (nánast ómögulegt að fá þau hér á landi) og kreistu lime eða sítrónu út í.
  7. Settu ögn af soya-sósu, sesamolíu eða ponzu (sem er soya-sósa með sítrónukeim).

Hér má sjá fjórar ólíkar gerðir af núðlusúpu:

Kóríander, brokkólí, þang og túrmerik.
Kóríander, brokkólí, þang og túrmerik. Ljósmynd/MrMarmiteLover
Rauð paprika, tófú, kóríander, engifer og avókadó.
Rauð paprika, tófú, kóríander, engifer og avókadó. Ljósmynd/MrMarmiteLover
Hér má sjá núðlusúpu að hætti Kylie Jenner en hún …
Hér má sjá núðlusúpu að hætti Kylie Jenner en hún setur stóra smjörklípu, hvítlauk og hrátt egg út í sína núðlusúpu. Ljósmynd/MrMarmiteLover
Gulrætur, vorlaukur, lime-lauf og chili.
Gulrætur, vorlaukur, lime-lauf og chili. Ljósmynd/MrMarmiteLover
Ljósmynd/MrMarmiteLover
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert