15 kíló fokin á mysukúrnum

Reynir Traustason segist að mestu laus úr XL þökk sé …
Reynir Traustason segist að mestu laus úr XL þökk sé breyttum lífstíl. sbs

Fjölmiðlamaðurinn Reynir Traustason er sæll og kátur þessa dagana enda fjúka af honum kílóin. Svo mikið er þyngdartapið að heil 15 kíló eru fokin síðan í byrjun desember. Reynir segir þó að engar öfgar hafi einkennt matarræðið og hann stundi mikla hreyfingu samhliða mataræðinu. Þó sé eitt lykilatriði og það sé glas af mysu kvölds og morgna sem hann segir að slái á sykurlöngunina.

Reynir er að vonum ánægður með árangurinn og birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook:

„Mysukúrinn hefur nú staðið yfir síðan í byrjun desember. Næstum 50 lítrar hafa runnið. Spurt er um árangur af þessu. Svarið er að á móti þessum lítrum hafa horfið 12 kíló af fitu og öðrum óþarfa eða 1 á móti 4. Þetta sýnir sig í því að ég er að mestu laus úr XL og hef náð sátt við fataskápinn og öll hreyfing er orðin auðveldari. Þetta leiðir af sér léttari lund og almenna vellíðan.

Til þess að öllu sé haldið til haga þá snýst þetta ekki eingöngu um mysu. Þessi mjólkurafurð sér til þess að hungurtilfinning og sjúkleg sykurþörf hverfur (1. glas að morgni og annað að kveldi). Í annan stað hef ég aukið mjög hreyfingu og hraða. Þar er annarsvegar um að ræða fjallgöngur og hins vegar æfingar. Síðustu tvo mánuði hef ég plankað á hverjum degi og hef komist í þrjár mínútur. Þá er æfingaprógrammið Haukurinn tekið tvisvar í viku.

Mysukúrinn snýst sem sagt um að koma jafnvægi á milli neyslu og hreyfingar. Þá þarf hugurinn að fylgja með svo takturinn haldist. Árangurinn er óumdeilanlegur. Allt er léttara; bæði líkami og lund.

Reynslan er sú að neysla mysunnar hefur góð áhrif á meltinguna. Þá er líklegt að hún hafi áhrif til góðs á stíflur í æðakerfi og minnki þannig líkur á hjartaáfalli og tengdum sjúkdómum. En það er ósannað."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert