IKEA-hjól og rauðvínstöskur sprengja hjólatískuna

Hægt er að gera góð innkaup og hjóla með heim.
Hægt er að gera góð innkaup og hjóla með heim. Ljósmynd/Ikea

Hjólreiðamenningin hér á landi hefur umpólast á undanförnum árum og nú finnst vart maður sem ekki getur státað af góðu hjóli. Þrátt fyrir að keppnishjól séu gríðarlega vinsæl hafa götuhjólin líka notið mikilla vinsælda og fátt þykir flottara en að hjóla um með hlaðna körfu og baquette-brauð á bögglaberanum.

IKEA kynnti á dögunum SLADDA-hjólið sem verður að viðurkennast að er algjör snilld. Hjólið er huggulegt borgarhjól sem hægt er að raða aukahlutum á. Stærsta fréttin er þó sjálfsagt hjólavagninn en slíkir vagnar eru sérlega heppilegir fyrir þá sem aðhyllast bíllausan lífstíl.

Aukahlutalínan er líka nokkuð góð og hægt er að fá körfur og bögglabera, auk hjólatösku sem breytist í bakpoka.

Nokkuð veglegt úrval en við mælum þó að sjálfsögðu með að IKEA bæti í og þrói almennilegan rauðvíns-haldara og baquette-statíf en slíkir aukahlutir njóta mikilla vinsælda og þykja hið mesta þarfaþing.

Þessi handgerði vínflöskuhaldari er úr leðri og kemur í svörtu, …
Þessi handgerði vínflöskuhaldari er úr leðri og kemur í svörtu, brúnu og ljósbrúnu. Ljósmynd/Reiðhjólaverzlunin Berlín


Reiðhjólaverslunin Berlín selur ákaflega lekkeran rauðvínshaldara en eins og sjá má á þessum myndum er þetta klárlega punkturinn yfir i-ið. Glasahaldarann og baquette-statíf þarf þó að panta erlendis frá.

Við minnum þó á að ólöglegt er að hjóla undir áhrifum áfengis en í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:

Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.

Hér er búið að festa baquette-brauðið á hjólið.
Hér er búið að festa baquette-brauðið á hjólið. Pinterest
Einhvern veginn svona er bíllausi lífstíllinn fullkomnaður.
Einhvern veginn svona er bíllausi lífstíllinn fullkomnaður.
Hér er rauðvínsflaskan sett í körfuna í sérstakan hólk.
Hér er rauðvínsflaskan sett í körfuna í sérstakan hólk.
SLADDA-hjólið í allri sinni dýrð.
SLADDA-hjólið í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Ikea
Þetta ætti hins vegar að vera staðalbúnaður á öll hjól.
Þetta ætti hins vegar að vera staðalbúnaður á öll hjól. Ljósmynd / Pinterest
Hér er huggulegur glasahaldari.
Hér er huggulegur glasahaldari. Pinterest
Önnur útfærsla af glasahaldara.
Önnur útfærsla af glasahaldara.
Þetta ber vott um hugmyndaauðgi en það er samt spurning …
Þetta ber vott um hugmyndaauðgi en það er samt spurning hvort þetta virki. Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert