Beikonpizza með eplum og gráðosti

Ljósmynd / Foodie Crush

Þessi pizza er í uppáhaldi hjá mörgum enda sameinast í henni bragðtegundir sem eru algjörlega frábærar. Epli og gráðostur hafa löngum þótt passa sérlega vel saman og sé beikoni bætt við má búast við alsælu fyrir bragðlaukana. Vinsælt er að nota epli og gráðost í salöt og þá eru oft notaðar perur í stað epla. Gott er einnig að bæta valhnetum saman við en það er önnur saga.

Pizzur eru hins vegar uppáhaldsmatur margra og því erum við spennt að prófa þessa uppskrift enda nánast gulltryggt að hún er góð.

Ljósmynd / Foodie Crush
Beikonpizza með eplum og gráðosti
  • Deig – annaðhvort keypt út í búð eða lagað heima
  • 2 lítil epli – skorin í þunnar sneiðar
  • ⅓ bolli hlynsíróp
  • 350 g rifinn ostur
  • 4 sneiðar af elduðu beikoni – skorið í myndarlega bita
  • ½ bolli af ristuðum hvítlauksgeirum
  • 50 g gráðostur
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Setjið eplasneiðarnar í skál og setjið sírópið yfir. Leggið til hliðar.
  3. Flettu út deigið og reyndu að hafa það fremur þunnt.
  4. Stingdu í útflatt deigið með gaffli og forbakaðu það í 5-8 mínútur eða þar til það er farið að brúnast örlítið.
  5. Taktu helminginn af ostinum og dreifðu jafnt á pizzuna. Síðan skal setja eplaskífurnar, beikonið, gráðostinn og loks rifna ostinn. Bakið í ofninum þar til osturinn er bráðinn og bubblandi.
  6. Takið pizzuna úr ofninum og hellið afgangnum af sírópinu yfir.
  7. Njótið!
Ljósmynd / Foodie Crush
Ljósmynd / Foodie Crush
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert