3 guðdómleg páskaborð að hætti Lindu og Selmu

Gyllt, grátt og svart passar vel saman. Pottaplönturnar gefa borðinu …
Gyllt, grátt og svart passar vel saman. Pottaplönturnar gefa borðinu ferskt yfirbragð. Metravara af hör notuð sem borðdúkur, diskar og blómapottar frá Postulínu, glös úr Epal og fjaðrir á diskunum eru úr Blómavali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að útbúa páskaborðið getur verið afar fjölbreytt og skemmtilegt. Sunnudagsblað Morgunblaðsins fékk Lindu Jóhannsdóttur, stílista og hönnuð hjá Pastelpaper, til að aðstoða við útfærslu á þremur mismunandi borðskreytingum fyrir mismunandi tilefni. 

Þegar skreyta á páskaborðið er gott að velja ákveðið þema til þess að vinna út frá. Borðskreytingar geta vissulega alveg verið páskalegar þrátt fyrir að guli liturinn fái að fjúka enda margir aðrir litir sem koma vel til greina þegar skreyta á hið fullkomna páskaborð. Þemað getur til að mynda verið unnið út frá lit, stíl, uppáhaldspáskaskrautinu eða hreinlega fallegri glerkrukku.

Þegar búið er að ákveða þema getur verið upplagt að fara í blómabúð og sjá hvernig greinar og afskorin blóm eru í boði. Það þarf alls ekkert að vera hefðbundin páskagrein til að fullkomna páskaborðið. Pottablóm geta líka verið góð tilbreyting frá hinu klassíska gula túlípanabúnti.

Páskaskreytingar á þrjá vegu að hætti Lindu Jóhannsdóttur og Sigurborgar …
Páskaskreytingar á þrjá vegu að hætti Lindu Jóhannsdóttur og Sigurborgar Selmu blaðamanns. Kristinn Magnússon


Á þessu borði ákváðum við að vinna með örlítið hátíðlegra yfirbragð sem hentar vel fyrir kvöldverðarboð. Við kusum að nota dökka liti sem réðst aðallega af hnífapörunum og kertunum. Gráa hörefnið kom vel út við svarta litinn og fíngerða matarstellið frá Postulínu. Við unnum með bland af gylltum og silfruðum smáhlutum ásamt því að pottaplönturnar spiluðu stóra rullu. Hengiplantan Hoya Carnosa kemur vel út á borði og gefur heildinni líflegt yfirbragð.

Grænar greinar koma með ferskleika á borðið.
Grænar greinar koma með ferskleika á borðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svört hnífapör gefa borðinu töffraralegt yfirbragð.
Svört hnífapör gefa borðinu töffraralegt yfirbragð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon


Það þarf oft ekki mikið til að skapa fallega páskastemningu. Á þessu borði er viskustykki notað í stað dúks og fallegt lítið viðarskurðbretti fyrir hvern og einn gefur notalegt yfirbragð. Þessi uppstilling hentar til að mynda vel fyrir morgunverðarborð.

Páskalegt og smart. Diskur úr Tema-stellinu frá Bing og Grøndahl.
Páskalegt og smart. Diskur úr Tema-stellinu frá Bing og Grøndahl. mbl.is/Kristinn Magnússon
Huggulegur páskamorgun. Viskustykki, notað í stað dúks, fráHay og hnífapör …
Huggulegur páskamorgun. Viskustykki, notað í stað dúks, fráHay og hnífapör frá Húsgagnahöllinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skreytingin á þessu borði var unnin út frá pastelbleikum og gylltum tónum svo úr varð sykursætt útlit. Hentar þessi stíll vel þegar bjóða á fjölskyldu eða vinum í páskadögurð.

Þá er einnig gaman að koma fyrir skemmtilegum smáatriðum í skreytingum sem vekja áhuga barna. Við komum því fyrir litlum krukkum sem geyma spennandi smáhluti, uppstoppuðum íkorna, fallegum nammikúlum og gylltu kanínuskrauti. Þegar borðið var skreytt var ýmislegt tínt til sem passaði vel á borðið. Dot-snaginn frá Muuto var falleg borðskreyting ásamt eggjabakkanum sem er hrá og hversdagsleg andstæða við glamúrinn.

Hördúkur og gyllt hnífa-pör úr Húsgagnahöllinni,matarstell frá Royal Copenhagen, blóm …
Hördúkur og gyllt hnífa-pör úr Húsgagnahöllinni,matarstell frá Royal Copenhagen, blóm á diskum eru úr Blómavali. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kristalsskálin frá Reflections fæst íSnúrunni. Það er upplagt að skreytaborðið …
Kristalsskálin frá Reflections fæst íSnúrunni. Það er upplagt að skreytaborðið með nammikúlum. Dopp-óttu kúlurnar eru frá Anton Berg. mbl.is/Kristinn Magnússon
Snaginn frá Muuto nýttur sem borðskraut.
Snaginn frá Muuto nýttur sem borðskraut. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert