Guðdómlega góður og fallegur morgunverður

Fallegt, hollt, gott og vegan!
Fallegt, hollt, gott og vegan! mbl.is/eatrvk.com
Linda Björk Ingimarsdóttir matarbloggari á Eatrvk.com sprengdi morgunskalann með þessari gleðilegu morgunverðarskál.  „Systir mín er snillingur í eldhúsinu og undanfarið hefur hún verið að elda marga skemmtilega rétti fyrir dóttur sína sem er vegan. Um daginn gerði hún þessa dásamlegu morgunverðarskál og ég gerði hana um leið og varð alls ekki svikin. Það besta var að börnin mín vildu öll borða meira af gúmmelaðinu. Svo er um að gera að leika sér með það sem sett er yfir skálina.“
Innihaldsefni

2 frosnir bananar í sneiðum
1/4 bolli möndlusmjör
2 msk. kakó
1 bolli möndlumjólk
4 ísmolar
Jarðarber, hindber, bananar, bláber, kakónibbur, saxaðar möndlur til að setja yfir.

Leiðbeiningar:
  1. Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
  2. Blandan sett í skál og skreytt með því sem ykkur langar í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert