Amazon opnar matvöruverslun

Ljósmynd / Amazon

Framtíðarsýn stórfyrirtækja er oft nokkuð framúrstefnuleg en sjálfsagt eru margir spenntir fyrir nýjustu verslun Amazon sem boðar byltingu í verslun. Engar raðir, verðir né afgreiðslufólk þar sem þess verði ekki þörf.

Nýju verslanirnar eru tæknivæddar fram úr hófi þannig að viðskiptavinurinn þarf ekki annað en að tilkynna komu sína í gegnum app. Því nást skráir verslunin allt sem látið er ofan í körfuna og jafnframt það sem tekið er upp úr henni ef viðkomandi snýst hugur.

Síðan gengur viðskiptavinurinn bara út án þess að greiða sérstaklega fyrir vörurnar með hefðbundnum hætti en fær sent reikningsyfirlit sem því sem verslað var auk þess sem kort hans er skuldfært.

Verslunirnar munu heita Amazon Go og eru væntanlegar á næstu vikum í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert