Oreo súkkulaðikakan hennar Svövu

Svava fer á kostum í eldhúsinu enn á ný.
Svava fer á kostum í eldhúsinu enn á ný. ljufmeti.com

Svava Gunnars á Ljúfmeti.com sigrar enn á ný hjörtu Oreo-unnenda. Nú er það djúsí súkkulaðiterta með Oreo-toppi. „Ég bakaði svo góða köku um daginn sem mér datt í hug að setja hingað inn ef einhver sem er ekki kominn með nóg af súkkulaði (er það annars hægt?) er að leita af góðum eftirrétti. Kakan er bara svo dásamlega góð að það nær engri átt. Blaut í sér og mjúk. Mín vegna má sleppa Oreo kexinu í henni en krakkarnir taka eflaust ekki undir það. Þau elska allt með Oreo! Kexið gefur kökunni þó kröns sem fer vel á móti dúnmjúkri kökunni.“

Oreo súkkulaðikaka

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 150 g smjör
  • 175 g púðursykur
  • 4 egg
  • 5 msk hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 pakki Oreo (gott að nota með tvöfaldri fyllingu), sparið nokkrar kexkökur ef þið viljið setja yfir kremið

Hitið ofn í 180°. Hrærið egg og púðursykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti og blandið við eggja- og púðursykurblönduna. Hrærið hveiti og salti saman við (athugið að þeyta ekki). Hakkið Oreokexið og blandið helmingnum af því þeim í deigið. Setjið deigið í form (24 cm) og stráið seinni helmingnum af Oreokexinu yfir. Bakið í 30 mínútur.

Krem

  • 100 g mjúkt smjör
  • 50 g sigtað kakó
  • 200 g flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • ½ dl mjólk

Hrærið smjör og kakó saman í skál. Hrærið flórsykri og vanillusykri saman við. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við þar til réttri áferð er náð. Hrærið áfram í nokkrar mínútur, svo deigið verði létt í sér og mjúkt. Setjið yfir kalda kökuna.

ljufmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert