Leið til að losna við hvítlaukslykt af höndunum

Hvítlaukur er góður við flensu og ákaflega bragðgóður í hina …
Hvítlaukur er góður við flensu og ákaflega bragðgóður í hina ýmsu réttir. Ljósmynd/http://paleonick.com/

Ég elska hvítlauk í mat en hreinlega þoli ekki að vera með hvítlaukslykt á fingrunum klukkustundum og jafnvel dögum saman. Ég hef prufað hinar ýmsu leiðir til að skera og merja hvítlaukinn til að forðast að fá lyktina á fingurna. Þar fyrir utan hef ég prufað hinar ýmsu sápur og krem til að losna við lyktina en ekkert virðist virka almennilega.

Af rælni keypti ég Palmolive-eldhúshandsápu um daginn sem stóð að væri sérlega góð í að losa leiðindalykt af höndunum um leið og hún sótthreinsar. Viti menn hún svínvirkar! Ég veit ekkert hver flytur þessa snilld inn en ég hef keypt sápuna í Nettó og Hagkaup. 

Ef þið, kæru lesendur, lumið á góðum ráðum til að losna við lykt af höndum eða einhverjum öðrum húsráðum megið þið gjarnan senda okkur ábendingu á matur@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert