Snilldarílát fyrir kryddplöntur

Hér er búið að taka hina klassísku RASKOG-hillu og gera …
Hér er búið að taka hina klassísku RASKOG-hillu og gera hana að færanlegri kryddjurtastöð. Afskaplega sniðugt og lekkert. Ljósmynd/Apartment Therapy

Nú fer hver að verða síðastur til að setja niður fræ og því ekki úr vegi að kynna fyrir ykkur nokkrar auðveldar lausnir sem eiga heima í hverju eldhúsi. Það er nefnilega sérlega sniðugt að hafa kryddjurtirnar innan seilingar og fátt betra en að klippa sprota af fersku kryddi þegar þörf er á.

IKEA býður upp á fjölda vörutegunda sem ykkur grunaði kannski ekki í fyrstu að væru heppilegar undir kryddjurtirnar en eru það svo sannarlega. Hér eru nokkrar skotheldar hugmyndir:

BORBY-luktin sómir sér vel sem kryddjurtaskápur. Nánast eins og lítið …
BORBY-luktin sómir sér vel sem kryddjurtaskápur. Nánast eins og lítið gróðurhús. Ljósmynd/Apartment Therapy
Hvort sem þið trúið því eða ekki er hér um …
Hvort sem þið trúið því eða ekki er hér um að ræða skál sem búið er að spreyja gyllta, festa keðju í og hengja upp. Ljósmynd/Apartment Therapy
Þessar týpur elskum við enda engin önnur en Sigga Heimis …
Þessar týpur elskum við enda engin önnur en Sigga Heimis sem á heiðurinn af þeim. Búið er að festa þær upp með leðurólum og koma plöntum haganlega fyrir í þeim. Ljósmynd/Apartment Therapy
Hér hefur hefðbundnum hilluberum verið breytt í snaga fyrir hengiplöntur. …
Hér hefur hefðbundnum hilluberum verið breytt í snaga fyrir hengiplöntur. Einfalt og ódýrt. Ljósmynd/Apartment Therapy
Hér er búið að taka tvær klassískar bastkörfur, festa í …
Hér er búið að taka tvær klassískar bastkörfur, festa í þær snæri og hengja upp. Sniðugra og einfaldara gæti það vart verið. Ljósmynd/Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert