Borðar þú jarðarber vitlaust?

Jarðarber eru einstaklega bragðgóð og nú er hægt að njóta …
Jarðarber eru einstaklega bragðgóð og nú er hægt að njóta bragðsins enn betur. mbl.is

Nú kunna margir að spyrja sig hvað í ósköpunum sé átt við. Er hægt að borða jarðarber vitlaust og ef svo er – hvernig á þá að borða þau rétt?

Flestir grípa í endann með laufinu á og stinga því þannig upp í sig. Það er hins vegar kolröng aðferð. Skerðu laufið af og ysta hluta á breiðari endanum. Stingdu síðan þeim enda upp í þig þannig að safaríkasti og bragðbesti hluti bersins lendi fremst á tungunni sem jafnframt er næmasti hluti hennar. Með þeim hætti finnur þú ávallt besta bragðið af berinu og nýtur þess helmingi betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert