Hvað gerist þegar bjór og margaríta sameinast?

Fallegt er það.
Fallegt er það. Ljósmynd/PureWow

Þetta er spurning sem margir hafa spurt sig og nú loksins getum við svarað þeirri spurningu. Og svarið er einfalt. Samruni bjórs og margarítu hefur hlotið hið virðulega nafn bjórgaríta og segja fróðir menn líklegt að þetta verði sumardrykkurinn í ár.

Uppskriftin er einföld... virkilega einföld.

Bjórgaríta

60 ml sítrónusafi

30 ml agave-síróp

30 ml tekíla

2-3 ísmolar. Hristið vel og hellið í stórt bjórglas. Toppið með ljósum bjór og skreytið með sítrónusneið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert