Inga Lísa Middelton elskar þessa veitingastaði í London

Inga Lísa við tökur á stuttmyndinni Búa sem var í …
Inga Lísa við tökur á stuttmyndinni Búa sem var í 3. sæti yfir vinsælasta leikna efni sýnt í sjónvarpi árið 2016. mbl.is/skjáskot Facebook

Kvikmyndagerðarkonan Inga Lísa Middleton er svo sannarlega þúsundþjalasmiður. Hún leikstýrir, tekur ljósmyndir, skrifar handrit og gerir gullfalleg listaverk svo fátt eitt sé nefnt. Inga Lísa er búsett á Englandi en faðir hennar er þaðan.

Fyrst verðum við að spyrja, ertu skyld Katrínu Middleton hertogaynju? 
Ég er ekki skyld Kate hertogaynju, þó að fjölskyldur okkar komi báðar frá Yorkshire. Fjölskylda pabba kom frá Sheffield en hennar fjölskylda frá Leeds. Middleton er mjög algengt nafn á Norður-Englandi.

Hvert er þitt uppáhaldsveitingahús í London? 

„Ég á tvö uppáhaldsveitingahús í London. MORO sem sérhæfir sig í ævintýralega góðum marokkóskum mat og BOCCA DI LUPO sem er með snilldargóðan ítalskan mat. Það þarf að bóka langt fram í tímann... en er þess virði.“
Moro er að sögn Ingu Lísu með ævintýralega góðan marokkóskan …
Moro er að sögn Ingu Lísu með ævintýralega góðan marokkóskan mat. mbl.is/moro.com
mbl.is/moro.com

Hvaða íslenska hráefnis saknar þú mest?
„Ég sakna íslenska lambakjötsins og lúðunnar mest, en íslenskur graflax er líka í uppáhaldi og Appoló-lakkrís er toppurinn! 
Humar er líka í uppáhaldi... en það er alveg ótrúlega gaman að koma heim núna og fara út að borða. Það er svo mikið spennandi að gerast í eldamennskunni á Íslandi núna.“
Inga Lísa sló rækilega í gegn árið 2016 með stuttmyndinni Búi sem var endursýnd nú um páskana en myndin fjallar um álfinn Búa. „Ég hef alltaf haft áhuga á álfum og huldufólki frá því að amma mín, Ingibjörg, sagði mér sögur af huldufjölskyldu sem bjó í stórum steini við hliðina á bænum sem hún ólst upp á, Breiðuvík á Tjörnesi, en amma lék sér í nokkur ár við huldustelpu á sama aldri sem bjó í steininum. Ég skrifaði síðan BA ritgerðina mína um hina huldu þjóð Íslands. Stuttmyndin Búi er fyrsti kaflinn úr barnabók sem ég hef verið að skrifa um vináttu Búa og Önnu.
Búi er stuttmynd um Önnu, níu ára stelpu sem flytur …
Búi er stuttmynd um Önnu, níu ára stelpu sem flytur í nýtt hverfi og er utangátta þar. Hún kynnist Búa sem hvetur hana til að drýgja hetjudáð til að sýna krökkunum í hverfinu hvað í henni býr. Fljótlega kemur þó í ljós að Búi er ekki allur þar sem hann er séður. mbl.is/skjáskot facebook

Það var mjög ánægjulegt að vinna Búa og ég var sérstaklega ánægð með litlu leikarana mína, en Anja Sæberg sem var í aðalhlutverki var alveg einstök. Mikill talent. Búi var frumsýndur á RÚV annan í jólum, fékk ótrúlega mikið áhorf og góð viðbrögð! Búi fékk þriðja mesta áhorf af íslensku leiknu efni 2016!“ Myndina má nálgast á sarpnum hjá RÚV.

Inga er með 19 myndir til sýnis í íslenska sendiráðinu …
Inga er með 19 myndir til sýnis í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn næstu 3 mánuðina. Hér er Inga Lísa ásamt Benedikt Jónssyni sendiherra, Stefaníu Kristínu Bjarnadóttur, viðskipta- og menningarfulltrúa, og á endanum vinstra megin er Hafdís Bennett listakona.
Inga Lísa, lista- og kvikmyndagerðarkona.
Inga Lísa, lista- og kvikmyndagerðarkona.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert