Mímósu-ilmvatn slær í gegn

Mimosa er Elizabeth Arden Green Tea-sumarilmurinn í ár. Geislandi sítrusblómailmur …
Mimosa er Elizabeth Arden Green Tea-sumarilmurinn í ár. Geislandi sítrusblómailmur sem minnir á heitan sólardag – og mímósu!

Mimosa er Elizabeth Arden Green Tea-sumarilmurinn í ár. Geislandi sítrusblómailmur sem minnir á heitan sólardag – og mímósu! Ilmurinn hefur mokselst hérlendis en vill fólk í raun og veru ilma eins og kokteill? 

„Góð spurning. Ég á nokkrar vinkonur sem myndu alveg vilja baða sig upp úr mímósum en þetta er hughrifatenging og vísun í sumar og ferskleika frekar en að verið sé að líkja eftir áfengislykt,“ segir Elísabet Jónsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nathan og Olsen hlæjandi og viðurkennir að mímósa sé í miklu uppáhaldi hjá henni. 

„Þetta er léttur ilmur og mjög sumarlegur. Það er sítrusilmurinn sem er tengingin við mímósu-kokteilinn sem flestir þekkja en í honum er ferskur appelsínusafi og freyðivín. Sá drykkur er einnig léttur og sumarlegur með fersku bragði og ilm svo þetta tónar vel saman,“ segir Elísabet. Ilmvatnið er með því vinsælasta á landinu í dag svo nokkuð ljóst er að margar konur þrá að finna ilminn af drykknum góða til að létta lund.

Í tilefni hækkandi sólar gefur Matarvefurinn gjafapakka með mímósu-bröns fyrir tvo á The Coocoo's Nest ásamt ilminum góða, handáburð og bodylotion. Við veljum 2 vini okkar á Facebook af handahófi á föstudaginn!




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert