Kjúklingasalat með möndlum og berjum

Ginrilegt, einfallt og meinhollt!
Ginrilegt, einfallt og meinhollt! mbl.is/

Hvers kyns ber passa ótrúlega vel með köldum kjúklingi. Þetta ofureinfalda kjúklingasalat er til dæmis kjörið að gera úr afgangskjúklingi. Það er svo um að gera að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og bæta við til dæmis rauðlauk, bökuðum sætum kartöflum í teningum, papriku eða grilluðu spergilkáli.

Fyrir 4-5

2-3 kjúklingabringur
olía til steikingar
vænt búnt lambhagasalat
1 askja jarðarber
1 askja bláber
1 bolli möndlur með hýði eða aðrar hnetur
1 ½ msk. tamarísósa
salt og pipar eða annað krydd á kjúkling eftir smekk 

Skerið kjúklingabringurnar í mátulega stóra munnbita, kryddið með því kryddi sem ykkur finnst best og steikið í um 10 mínútur á pönnu. Blandið tamarísósunni við möndlurnar og ristið á heitri pönnu í nokkrar mínútur og setjið svo inn 190°C heitan ofn í 5-6 mínútur. Kælið aðeins.

Leggið lambhagasalat á hvern disk, stráið kjúklingabitum og tamarímöndlum yfir, þá jarðarberjum og bláberjum. Sumum þykir gott að hafa ferskan fetaost með þessu öllu saman en það er ekki nauðsynlegt. Berið fram með góðu brauði.

Salatsósa:

1 tsk. hunang
1 tsk. eplaedik
3 msk. ólífuolíu
3 msk. vatn
örlítið salt
smá sítrónusafi

Blandið öllu vel saman, olíunni síðast.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert