Sykurlaust döðlugott fer sigurför um eldhús landsins

Döðlugottið er stútfullt af steinefnum og trefjum. Í stað kínóa …
Döðlugottið er stútfullt af steinefnum og trefjum. Í stað kínóa má einnig nota sykurlaust granóla. mbl.is/Íris Ann

Gleðilegt sumar kæru lesendur. Ég gaf nýverið út ansi sumarlega og sæta matreiðslubók sem heitir Náttúrulega sætt en aðeins er notast við náttúrulega sætu á borð við ávexti í bókinni. Sykurlaust er því í þeim skilningi að ekki er um viðbættan sykur að ræða heldur sætt hráefni sem inniheldur einnig vítamín og næringu og nýtist því kroppnum betur en hefðbundinn sykur. Stundum sting ég upp á stevíu, hunangi eða döðlusírópi en því má sleppa ef vill.

Ég bauð upp á döðlugott úr bókinni í útgáfuveislunni sem er ein vinsælasta uppskriftin úr bókinni. Gestirnir kláruðu vel á annað hundrað bita svo nokkuð ljóst er að döðlugottið var ásættanlegt og ég hef fengið margar ábendingar um vel heppnaðan „bakstur“ í kjölfarið í eldhúsum landsins. 

Auk döðlugottsins var boðið upp á smágerðar granateplaostakökur.
Auk döðlugottsins var boðið upp á smágerðar granateplaostakökur. mbl.is/Íris Ann

Botn
300 g mjúkar döðlur
2 dl kókosolía
Sjávarsalt
Góð vanilla – duft eða dropar
1 msk. ósætt kakó
75 g kínóapuffs (má einnig nota sykurlaus granóla)

Millilag – eitthvað af eftirfarandi. Ég nota 2-3 tegundir

Rúsínur
Kókosflögur
Goji-ber (geggjað)
Salthnetur
Kakónibbur
Möndlur
Valhnetur
Pekanhnetur
Heslihnetur
Örlítið salt

Bráð

120 g hnetur- eða möndlusmjör
80 g kakósmjör
80 g ósætt kakó – má vera minna ef þú vilt ekki mjög dökkt súkkulaði
Salt á hnífsoddi
2-3 msk. hunang (ef þú ert ekki alveg sykurlaus) eða 30 dropar karamellustevía eða 3 msk. döðlusíróp (niðursoðnar döðlur) –  má sleppa en þá er súkkulaðið alveg ósætt.

Leiðbeiningar

Botn

  1. Döðlurnar eru lagðar í bleyti í sjóðandi heitu vatni í 10 mínútur.
  2. Vatninu er hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél ásamt kakói, vanillu, fljótandi kókosolíu og klípu af sjávarsalti.
  3. Vélin er látin hamast þar til úr verður kekkjalaus karamella.
  4. Þá er kínóapuffsinu hrært varlega saman við þar til úr verður þykk og falleg blanda.
  5. Setjið bökunarpappír eða plastfilmu í botninn á kassalaga móti (t.d. eldföstu móti) og setjið í frysti á meðan bráðin er útbúin.

Bráð

  1. Kakósmjör og hnetusmjör er látið bráðna í potti við vægan hita.
  2. Þegar smjörið er albráðið fer kakóið, stevían, hunangið/sírópið og saltið út í pottinn. Hrærið vel með gaffli og slökkvið undir.
  3. Mótið er tekið úr frysti og millilag sett ef vill. Ég notaði hnetur, goji-ber, kókos og kakónibbur en í raun er fínt að nota bara það sem þú átt. Salthnetur og rúsínur gætu verið gott flipp líka.
  4. Súkkulaðinu er svo hellt yfir og mótið sett inn í frysti í að lágmarki 1 klst.
  5. Því næst er hægt að kippa gleðiklumpnum upp og skera í mola! Geymist best í frysti.
Við Íris með gúmmelaðið á bakka. Íris Ann Sigurðardóttir tók …
Við Íris með gúmmelaðið á bakka. Íris Ann Sigurðardóttir tók myndirnar í bókinni. mbl.is/Íris Ann
Botninn.
Botninn.
Millilag.
Millilag.
Súkkulaðið komið ofan á.
Súkkulaðið komið ofan á.
T dadaaaa! Hér er gúmmelaðið skorið í stangir.
T dadaaaa! Hér er gúmmelaðið skorið í stangir. mbl.is/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert