Kjúklingalasagna í pönnu

Ljósmynd/BevCooks.com

Þetta er sérlega dásamleg uppskrift enda fátt betra en kjúklingalasagna. Þetta er meira að segja það auðveld uppskrift að það er fullkomið að leyfa börnunum að setja það saman. 

Það má því segja að þetta sé alslemma í þeim skilningi: einfalt, bragðgott og skemmtilegt að gera. Við mælum með að þið prófið þessa uppskrift og njótið hennar vel.

Ljósmynd/BevCooks.com

Kjúklingalasagna í pönnu

  • 12-15 lasagnablöð, brotin niður og soðin uns þau eru mjúk.
  • 1 tilbúinn kjúklingur sem þið rífið niður í höndunum
  • 450 g ricotta-ostur
  • 1/3 bolli fersk rifin steinselja
  • 1 tsk. rifinn sítrónubörkur
  • 750 ml marinara-sósa
  • 3-4 bollar af rifnum mozzarella-osti
  • salt og pipar
  • auka steinselja og parmesan-ostur til að skreyta

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Hrærið saman í skál söxuðu steinseljunni, ricotta-ostinum og sítrónuberkinum, ásamt góðri slettu af salti og pipar.
  3. Setjið um 2/3 hlutanna af marinara-sósunni í stóra steypujárns-pönnu (eða steypujárns-pott). Leggið soðnu lasagna-bitana yfir sósuna. Setjið um það bil bolla af kjúklingnum yfir lasagnað og því næst fimm góðar skeiðar af ricotta-ostblöndunni. Setjið því næst mozzarella-ost. Næst skal setja marinara-sósu, lasagna-blöð og haldið áfram. Saltið reglulega.
  4. Haldið þessu áfram þar til allt er komið í pönnuna og setjið að síðustu lasagnabita efst, því næst afganginn af sósunni og loks góðan slatta af rifnum osti.
  5. Bakið í ofni í 30 mínútur en ekki hafa lokið á. Á síðustu mínútunum skal kveikja á grillinu til að brúna ostinn. Fylgist vel með því ferli.
  6. Látið lasagnað hvíla í 10 mínútur og skreytið því næst með afgangssteinseljunni og parmesan-ostinum.
  7. Njótið vel!
Ljósmynd/BevCooks.com
Ljósmynd/BevCooks.com
Ljósmynd/BevCooks.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert