Jeff Goldblum opnar matarvagn

Hver fær þetta staðist?
Hver fær þetta staðist? Ljósmynd/skjáskot af Twitter

Stórleikarinn og hjartaknúsarinn Jeff Goldblum hefur opna matarvagn eða „food truck“ eins og það kallast á engilsaxnesku. Á matseðlinum eru einungis þrír réttir sem allir eru hver örðum girnilegri en þemað virðist vera pylsur.

Jeff Goldblum ásamt matarvagninum sem hann kallar Chef Goldblum´s.
Jeff Goldblum ásamt matarvagninum sem hann kallar Chef Goldblum´s. Ljósmynd/skjáskot af Twitter

Vagninn er skírður í höfuðið á leikaranum og sjálfur tekur hann brosandi á móti viðskiptavinum. Réttirnir heita Goldblum, Silverblum og Bronzeblum sem, eins og glöggir lesendur sjá, eru nafnið hans og skemmtileg afbrigði af því. Til að toppa það þá er allt ókeypis á veitingastaðnum og röðin er sérlega löng þar sem Goldblum gefur sér góðan tíma til að spjalla við gesti.

Goldblum er hrifinn af því að spjalla við kúnnana.
Goldblum er hrifinn af því að spjalla við kúnnana. Ljósmynd/skjáskot af Twitter

Eina vandamálið er að vagninn er staðsettur í Ástralíu en aðspurður er Goldblum mjög dulur og vill lítið gefa upp um ástæður þess að hann opnaði matarvagn. Eina sem hann segir er að hann elski mat og vagninn tengist verkefni sem hann sé að vinna að sem mikil leynd hvíli yfir.

Hvert verkefnið er á eftir að koma í ljós en þetta er klárlega einn girnilegasti matarvagn sem við höfum augum litið.

Og hér er hann greinilega að kynna vöruna með aðstoð …
Og hér er hann greinilega að kynna vöruna með aðstoð gjallarhorns. Ljósmynd/skjáskot af Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert