Hvernig á að þrífa steypujárn?

Steypujárnspottarnir frá Le Creuset eru ákaflega vinsælir víða um heim.
Steypujárnspottarnir frá Le Creuset eru ákaflega vinsælir víða um heim. mbl.is/le creuset

Cast iron eða steypujárn er nýjasta æðið í eldhúsum landsmanna þrátt fyrir að slíkar dásemdir hafi alltaf verið til. En við fögnum því að steypujárnið sé loksins komið í tísku þannig að sem flestir fái þess notið enda augljóslega með betri uppfinningum í eldhúsinu.

Í Ikea fást steypujárnspottar á viðráðanlegu verði.
Í Ikea fást steypujárnspottar á viðráðanlegu verði. mbl.is/Ikea.is

Þó vefst það fyrir mörgum hvernig þrífa skuli steypujárnið enda virðast leiðbeiningabæklingar fremur innihalda hverju þú mátt alls ekki þrífa pönnuna með fremur en hvernig best sé að þrífa hana.

Við tókum því saman skothelda (og klassíska) aðferð sem tryggir hamingju og gleði í eldhúsinu.

Það eina sem þú þarft er:

  • Steypujárnspanna eða pottur
  • Svampur eða grófur bursti
  • Þurrt viskustykki eða eldhúspappír
  • Grænmetisolía (eða álíka)
  • Salt

 Leiðbeiningar:

  1. Hreinsaðu pönnuna strax eftir notkun þegar hún er enn þá heit. Pannan getur ryðgað ef hún er skilin eftir í vaskinum.
  2. Þvoðu pönnuna í vaskinum með því að nota svamp eða grófan bursta. Ekki nota sápu, uppþvottavél eða stálull þar sem það getur skaðað húðina sem myndast á pönnunni.
  3. Til að ná burt matarleifum sem eru fastar skaltu skrúbba pönnuna með blöndu af vatni og grófu salti. Ef óhreinindin eru enn til staðar skaltu sjóða vatn í pönnunni.
  4. Þerrið pönnuna með viskustykki, eldhúspappír – eða með því að setja hana á lágan hita á eldavélinni.
  5. Notaðu viskustykki eða eldhúspappír til að bera olíu á pönnuna. Sumir setja líka olíu utan á pönnuna. Þerrið til að fjarlægja alla umframolíu.
  6. Geymið pönnuna á þurrum stað.
Steypujárn er að gera allt vitlaust og er ekkert lát …
Steypujárn er að gera allt vitlaust og er ekkert lát á. Ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert