Evrovision-brjálæði Lilju Katrínar

Lilja Katrín ætlarað bjóða upp á litríka sykurpúðaídýfu til heiðurss …
Lilja Katrín ætlarað bjóða upp á litríka sykurpúðaídýfu til heiðurss Francesco. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bakarabrjálæðingurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir elskar Eurovision. „Ég held svo massíft með Ítalíu og ætla því að gera regnbogasykurpúðadýfa fyrir hann Francesco minn á morgun,“ segir Lilja Katrín í brjáluðu stuði sem splæsti í sérlega Eurovision spá sem má sjá hér í heild sinni en Lilja spáir Ítalíu fyrsta sæti. Uppskriftina af sykurpúðaídýfunni má finna hér að neðan.

1. sæti – Ítalía

„Og á eftir honum Joci kemur eitt besta Eurovision-lag síðari ára, að mínu mati. Francesco Gabbani bara hlýtur að vinna! Ég verð alveg brjáluð ef hann gerir það ekki! Þetta lag hefur allt. Það er á ítölsku, sem er afar fagurt mál þegar það er sungið (ég er ekkert spes hrifin af talmálinu), það er górilla á sviðinu, það er boðið upp á hróp og köll úr áhorfendasalnum og ég veit ekki hvað og hvað. Francesco er líka hressasti maður í Evrópu og ég vona að Evrópa verði jafn ástfangin af honum og ég er af þessu lagi. Namaste!

Lög sem gætu blandað sér í toppbaráttuna: Búlgaría, Moldóva, Noregur og Frakkland.

Góða Eurovision-helgi og áfram Ítalía! Allez!“

Regnbogaídýfa

12 stórir sykurpúðar
150 g súkkulaðibitar
Vatn
Skrautsykur

Takið til lítið, eldfast mót - ca 16-18 cm langt.
Dreifið súkkulaði í botninn. Dýfið öðrum enda af sykurpúða í vatn og síðan í skrautsykur. Látið þorna á meðan þið endurtakið með restina af púðunum.
Dýfið síðan hinum endanum í vatn og síðan í skrautsykur. Klippið púðana í tvennt og raðið ofan á súkkulaðið. Hitið í 5 mínútur við 180 C eða í 2-3 mínútur í öbbanum, þá í 30 sekúndna hollum svo þetta brenni ekki.

Ég notaði 4 liti af skrautsykri til að túlka regnboga og „celebrate diversity.“ Það er gott að dýfa hafrakexi í ídýfuna til að búa til regnboga s'mores!
Lilja Katrín er slök. Hún efast ekki um að ítalía …
Lilja Katrín er slök. Hún efast ekki um að ítalía muni taka þetta. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Ég notaði 4 liti af skrautsykri til að túlka regnboga …
Ég notaði 4 liti af skrautsykri til að túlka regnboga og „celebrate diversity“ Og það er gott að dýfa hafrakexi í ídýfuna til að búa til regnboga s'mores! mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert