Morgunverðaregg að hætti Momofuku

Ljósmynd/Food52

Aðdáendur veitingahússins fræga Momofuku geta formlega tekið gleði sína þar sem þessi uppskrift kemur beint úr smiðju þeirra. Hér er um að ræða splunkunýja og heldur óvenjulega útfærslu á eggjum sem mun tryggja þér standandi lófatak í næsta dögurði eða hvar sem þér dettur í hug að mæta með þessa dýrð til að slá um þig (og gleðja aðra).

Morgunverðaregg að hætti Momofuku

  • 6 msk. volgt vatn
  • 1 msk. sykur
  • 2 msk. sherrý-edik
  • 2 dl soya-sósa
  • 6 egg
  • sjávarsalt
  • svartur pipar

Aðferð:

  1. Pískið saman vatni og sykri þar til sykurinn er uppleystur. Bætið því næst við sherrý-ediki og soya-sósu.
  2. Sjóðið vatn og setjið eggin varlega í sjóðandi vatnið og sjóðið í nákvæmlega 6 mínútur og 50 sekúndur. Hrærið hægt í pottinum fyrstu 90 sekúndurnar til að hitinn dreifist jafnt. Á meðan eggin sjóða skal fylla stóra skál af vatni og klaka. Þegar eggin eru soðin skal setja þau samstundis í ísbaðið.
  3. Þegar eggin eru ekki lengur heit og vatnið er ekki lengur ískalt skal flysja eggin í vatninu. Setjið eggin í soya-blönduna og látið marinerast inni í ísskáp í alla vega tvo tíma en þó ekki lengur en sex. Passið að eggin séu alveg á kafi.
  4. Takið eggin upp úr soyablöndunni. Hægt er að geyma blönduna í kæli fyrir næsta skammt af eggjum. Eggin geymast jafnframt vel í kæli.
  5. Þegar bera skal eggin á borð er best að skera þau í tvennt eins og á myndinni og krydda með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert