Sushi-burrító skyndibitaæðið er komið í Höfðatorg

Lukka eigandi Happ og nú einn eigenda Subu sem er …
Lukka eigandi Happ og nú einn eigenda Subu sem er eini sushi-burritó-staður landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnur Pálsdóttir betur þekkt sem Lukka á Happ opnaði nýjan veitingastað á dögunum ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Stefánssyni og hjónunum Karli Guðmundssyni og Emilíu Borgþórsdóttur. „Við erum tvenn hjón sem eigum SuBu saman en Emilía er framkvæmdastjóri og stýrir daglegum rekstri staðarins,“ segir Lukka sem rekur hinn vinsæla heilsustað Happ beint á móti SuBu í Höfðatorgi. En hvað er Subu?

„Subu er sushi og burritó í einum og sama réttinum. ​Sushi-Burrito hóf sigurgöngu sína í San Francisco í kringum 2011. Þar komu saman tveir af uppáhaldsréttum svæðisins í valkosti sem var hvorki hin dýra og tímafreka sushi-máltíð né hin afar ódýra en hentuga burritó-rúlla,“ segir Lukka sem bendir á að sushi-burritó-staðir séu einna vinsælustu hádegisverðarstaðirnir í San Fransisco og eru iðulega langar biðraðir. „Einnig má finna örfáa slíka staði í mörgum stærstu borgum Bandaríkjanna líkt og New York og Los Angeles en langt í frá alls staðar. Staðirnir eru að detta inn í London, Berlín...og nú í Höfðatorgi!“ segir Lukka og er handviss um að sushi-búrrító sé næsta skyndibitaæðið hérlendis.

Eigendur staðarins, Karl Guðmundsson, Emelía Borgþórsdóttir, Lukka og eiginmaður hennar …
Eigendur staðarins, Karl Guðmundsson, Emelía Borgþórsdóttir, Lukka og eiginmaður hennar Magnús Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sushiburritó gæti orðið næsta skyndibitaæðið hérlendis. Hægt er að velja …
Sushiburritó gæti orðið næsta skyndibitaæðið hérlendis. Hægt er að velja um noriblað eða salat utan um vefjuna. mbl.is/Lukka Páls
Hér er búið að skera sushi-burritóið niður í partýbita.
Hér er búið að skera sushi-burritóið niður í partýbita. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Róbert Marshall, stjórnmálamaður og fyrrverandi fréttamaður, mætti í opnunargleðina.
Róbert Marshall, stjórnmálamaður og fyrrverandi fréttamaður, mætti í opnunargleðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Girnilegt og hollt.
Girnilegt og hollt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert