Bannað að versla og ekkert áfengi í opnunarpartýi Costco

Mikil spenna er fyrir opnun Costco.
Mikil spenna er fyrir opnun Costco. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta Costco verslunin hérlendis opnar á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 9. Kvöldið áður er sérstökum gestum boðið að skoða verslunina. Tekið er fram í boðskortinu að boðið verði upp á heitar og kaldar veitingar en ekki áfengi og ekki sé hægt að versla þetta kvöld. 

Aðalforstjóri Costco og stjórnarformaður (CEO) – Craig Jelinek, Jim Murphy, framkvæmdarstjóri og varaformaður stjórnar og Steve Pappas, forstjóri Costco í Evrópu ásamt mörgum öðrum úr æðstu stjórn fyrirtækisins verða viðstaddir. 

Skopskyn landsmanna  hefur gert vart við sig á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir sem boðið hlutu grínast með hvort ekki sé viðeigandi að fara hópferð á barinn í Ikea eftir opnunarveisluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert